Innlent

Hús­bíll valt í hvass­viðri í Kömbunum

Kjartan Kjartansson skrifar
Tilkynning um slysið barst lögreglunni á Suðurlandi á tíunda tímanum í kvöld. Myndin er úr safni.
Tilkynning um slysið barst lögreglunni á Suðurlandi á tíunda tímanum í kvöld. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Þrír sluppu ómeiddir þegar húsbíll valt og hafnaði utan þjóðvegarins ofarlega í Kömbunum í kvöld. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi á Suðurlandi klukkan níu og segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni ekki stætt á Hellisheiði.

Slysið átti sér stað á tíunda tímanum í kvöld. Í gulri veðurviðvörun Veðurstofunnar sem tók gildi klukkan 21:00 er varað við því að fólk sé á ferðinni í farartækjum sem taka á sig mikinn vind.

Þorsteini M. Kristinssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, þykir líklegt að veðrið hafi valdið bílveltunni í Kömbunum.

„Það er hreinlega bara ekki stætt á Hellisheiði,“ sagði hann við Vísi nú um klukkan tíu í kvöld.

Fyrr í dag fuku tvö hjólhýsi út af veginum og stórskemmdust á Lyngdalsheiðarvegi. Sendiferðabíll sem dróg annað þeirra valt og endaði á þakinu á miðjum veginum sem var lokað vegna óhappsins. Engan sakaði heldur í þeim óhöppum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×