Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 09:22 Enn var unnið að rannsókn á vettvangi snemma í morgun. DPA/Thomas Banneyer Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við. Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við.
Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02