Markaðsvæðing og traust Reynir Böðvarsson skrifar 24. ágúst 2024 10:30 Einkavæðing innan opinbera geirans hefur víðtæk áhrif á þjóðfélagið, langt út fyrir sjálft rekstrarform þeirra eininga sem verið er að einkavæða. Einkavæðingin opinberrar þjónustu breytir þjóðfélaginu í grundvallar atriðum, maður fer frá því að vera þátttakandi í einhverju sameiginlegu, samfélaginu sem maður telur sig vera hluti af, yfir í það að vera viðskipta aðili. Þegar maður tekur þátt í sameiginlegum verkefnum er maður í sama liði og með sömu væntingar um árangur. Þegar um viðskipti er að ræða þá eru væntingar oft andstæðar, seljandi vill hæsta mögulega verð en kaupandi það lægsta. Þegar opinber þjónusta eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta og menntun er markaðsvædd þá breytist samfélagið frá því að vera einmitt samfélag þar sem markmiðin eru sameiginleg yfir í að vera meira og minna andstæðir aðilar á markaði. Það sem hverfur er traust. Ég tek hér eitt lítið dæmi; þegar fór inn í apótek fyrir einkavæðingu þá treysti ég öllu starfsfólki þar og hlustaði á leiðbeiningar og ráð, ég hafði enga ástæðu til annars. Þetta vel menntaða fólk var þar að sinna þörfum þeirra sem þangað komu og engu öðru. Í dag, þegar ég kem inn á apótek er þar fullt af allskonar varningi sem reynt er að pranga inn á mann, hvort ég vilji ekki prófa hitt og þetta því það hefur reynst mörgum svo vel. Ég treysti í engu þessum ráðleggingum lengur, ég er aldrei viss um hvort þau hafa mitt besta í huga eða arð eigenda apóteksins. Traustið er farið og ég þarf að leita annara leiða hvað varðar ráðgjöf. Þegar ég flutti til Svíþjóðar haustið 1976 varð ég fljótlega þess viss að ég hafði komið til lands sem ætti vart hliðstæðu hvað varðar góða stjórnsýslu og án efa eitt best land í heimi að búa í, með jöfnuð og góð tækifæri fyrir alla og blómstrandi atvinnulíf. Samanburðurinn við Ísland og Bandaríkin þaðan sem ég flutti var eins og dagur og nótt. Allt, bókstaflega allt var betra en ég hafði nokkurn tíma kynnst eða eins látið mig dreyma um. Sósialistíska Svíþjóð var þá á hátindi velfarnaðar, mældist hæst í öllum samanburðarrannsóknum alþjóðlega á öllum sviðum. Ég kom til Svíþjóðar í lest frá Luxemburg sama dag og sósíaldemókratar töpuðu í kosningum þannig að óbrotin ríkisstjórnarseta þeirra í 40 ár með stuðningi vinstriflokksins var brotin. Hægrið komst eftir þær kosningar að ríkisstjórnarborðinu og byrjaði á sínu niðurbrotastarfi. Sem betur fer gekk það brösuglega til að byrja með en eftir sem áratugirnir liðu og fleiri hægristjórnir komust til valda hvarf smátt og smátt fyrirmyndaþjóðfélagið og Svíþjóð varð ekki sér líkt. Því miður verður það að segjast að sósíaldemókratar fóru í æ ríkara mæli að færast til hægri og taka þátt í þessari ömurlegu vegferð. Nú eru það ekki bara apótekin þar sem þú getur ekki lengur treyst heldur víða í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfi ert þú sem einstaklingur ekki lengur í þínu eigin samfélagi heldur aðili í viðskiptum. Þú ert við eina hlið borðs með velferð þína og þinnar fjölskyldu en ávinningur hluthafa er oft hinumeigin við borðið. Þú getur ekki á sama hátt borið höfuð hátt sem jafningi í samskiptum við þitt eigið skólakerfi eða heilbrigðiskerfi því þú átt það ekki lengur, þú ert bara auðvirðilegt peð á markaði. Svíþjóð er gjörbreytt þjóðfélag frá því sem það var þegar ég kom hingað og hefur hægrinu með nýfrjálshyggjuna að vopni tekist að eyðileggja að miklu leiti það fyrirmyndar þjóðfélag sem ég flutti til. Ójöfnuður hefur aukist og einstaklingshyggjan náð yfirhöndinni, hver og einn hugsar bara um sig og sína hagsmuni og hugtakið við er nánast horfið nema hvað varðar eigin fjölskyldu. Þjóðfélagið er orðið miklu leiðinlegra og það eina sem virðist hafa ofan af fólki er neysla óþurfta sem auglýsendur á markaðinum pranga inn á fólk. Samskipti millum fólks er öðruvísi en áður var, að vinna saman að sameiginlegum markmiðum er að hverfa og sálarlaus stórfyrirtæki eru nánast alls staðar með sína sérhagsmuni í vegi fyrir öllum eðlilegum mannlegum samskiptum. Traustið er horfið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Einkavæðing innan opinbera geirans hefur víðtæk áhrif á þjóðfélagið, langt út fyrir sjálft rekstrarform þeirra eininga sem verið er að einkavæða. Einkavæðingin opinberrar þjónustu breytir þjóðfélaginu í grundvallar atriðum, maður fer frá því að vera þátttakandi í einhverju sameiginlegu, samfélaginu sem maður telur sig vera hluti af, yfir í það að vera viðskipta aðili. Þegar maður tekur þátt í sameiginlegum verkefnum er maður í sama liði og með sömu væntingar um árangur. Þegar um viðskipti er að ræða þá eru væntingar oft andstæðar, seljandi vill hæsta mögulega verð en kaupandi það lægsta. Þegar opinber þjónusta eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta og menntun er markaðsvædd þá breytist samfélagið frá því að vera einmitt samfélag þar sem markmiðin eru sameiginleg yfir í að vera meira og minna andstæðir aðilar á markaði. Það sem hverfur er traust. Ég tek hér eitt lítið dæmi; þegar fór inn í apótek fyrir einkavæðingu þá treysti ég öllu starfsfólki þar og hlustaði á leiðbeiningar og ráð, ég hafði enga ástæðu til annars. Þetta vel menntaða fólk var þar að sinna þörfum þeirra sem þangað komu og engu öðru. Í dag, þegar ég kem inn á apótek er þar fullt af allskonar varningi sem reynt er að pranga inn á mann, hvort ég vilji ekki prófa hitt og þetta því það hefur reynst mörgum svo vel. Ég treysti í engu þessum ráðleggingum lengur, ég er aldrei viss um hvort þau hafa mitt besta í huga eða arð eigenda apóteksins. Traustið er farið og ég þarf að leita annara leiða hvað varðar ráðgjöf. Þegar ég flutti til Svíþjóðar haustið 1976 varð ég fljótlega þess viss að ég hafði komið til lands sem ætti vart hliðstæðu hvað varðar góða stjórnsýslu og án efa eitt best land í heimi að búa í, með jöfnuð og góð tækifæri fyrir alla og blómstrandi atvinnulíf. Samanburðurinn við Ísland og Bandaríkin þaðan sem ég flutti var eins og dagur og nótt. Allt, bókstaflega allt var betra en ég hafði nokkurn tíma kynnst eða eins látið mig dreyma um. Sósialistíska Svíþjóð var þá á hátindi velfarnaðar, mældist hæst í öllum samanburðarrannsóknum alþjóðlega á öllum sviðum. Ég kom til Svíþjóðar í lest frá Luxemburg sama dag og sósíaldemókratar töpuðu í kosningum þannig að óbrotin ríkisstjórnarseta þeirra í 40 ár með stuðningi vinstriflokksins var brotin. Hægrið komst eftir þær kosningar að ríkisstjórnarborðinu og byrjaði á sínu niðurbrotastarfi. Sem betur fer gekk það brösuglega til að byrja með en eftir sem áratugirnir liðu og fleiri hægristjórnir komust til valda hvarf smátt og smátt fyrirmyndaþjóðfélagið og Svíþjóð varð ekki sér líkt. Því miður verður það að segjast að sósíaldemókratar fóru í æ ríkara mæli að færast til hægri og taka þátt í þessari ömurlegu vegferð. Nú eru það ekki bara apótekin þar sem þú getur ekki lengur treyst heldur víða í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfi ert þú sem einstaklingur ekki lengur í þínu eigin samfélagi heldur aðili í viðskiptum. Þú ert við eina hlið borðs með velferð þína og þinnar fjölskyldu en ávinningur hluthafa er oft hinumeigin við borðið. Þú getur ekki á sama hátt borið höfuð hátt sem jafningi í samskiptum við þitt eigið skólakerfi eða heilbrigðiskerfi því þú átt það ekki lengur, þú ert bara auðvirðilegt peð á markaði. Svíþjóð er gjörbreytt þjóðfélag frá því sem það var þegar ég kom hingað og hefur hægrinu með nýfrjálshyggjuna að vopni tekist að eyðileggja að miklu leiti það fyrirmyndar þjóðfélag sem ég flutti til. Ójöfnuður hefur aukist og einstaklingshyggjan náð yfirhöndinni, hver og einn hugsar bara um sig og sína hagsmuni og hugtakið við er nánast horfið nema hvað varðar eigin fjölskyldu. Þjóðfélagið er orðið miklu leiðinlegra og það eina sem virðist hafa ofan af fólki er neysla óþurfta sem auglýsendur á markaðinum pranga inn á fólk. Samskipti millum fólks er öðruvísi en áður var, að vinna saman að sameiginlegum markmiðum er að hverfa og sálarlaus stórfyrirtæki eru nánast alls staðar með sína sérhagsmuni í vegi fyrir öllum eðlilegum mannlegum samskiptum. Traustið er horfið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar