Fótbolti

Hákon lagði upp mark í sigri Lille

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson átti stóran þátt í sigri Lille í kvöld.
Hákon Arnar Haraldsson átti stóran þátt í sigri Lille í kvöld. Ahmad Mora/Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson lagði upp fyrra mark Lille er liðið vann 2-0 sigur gegn Angers í 2. umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Fyrra mark leiksins leit dagsins ljós á 34. mínútu þegar Thomas Meunier skilaði boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Hákoni.

Hákon var á sínum stað í byrjunarliði Lille, en var tekinn af velli á 77. mínútu leiksins.

Það var svo Mohamed Bayo sem gulltryggði 2-0 sigur Lille með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Eftir sigurinn er Lille með sex stig af sex mögulegum eftir tvær umferðir í frönsku deildinni. Liðið er með jafn mörg stig og PSG og Monaco, sem einnig hafa unnið fyrstu tvo leikina sína á tímabilinu.

Angers er hins vegar enn í leit að sínum fyrstu stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×