Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 08:23 Menningarnótt var annasömu hjá lögreglu. Myndin er úr safni. Vísir Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira