Áskorun til bankanna: Lækkið vextina til byggingar íbúðarhúsnæðis! Ole Anton Bieltvedt skrifar 25. ágúst 2024 13:02 Ég skoðaði vexti í Þýzkalandi til íbúðarkaupa. Ef íbúð er keypt á verði, sem samsvarar 70 milljónum kr., og lán tekið fyrir 50 milljónum kr., bjóðast vextir þar t.a.m. upp á 3,02%, fastir til 10 ára, eða 3,42%, til 20 ára. Þarna bjóðast ekki aðeins lágmarksvextir, heldur, auðvitað, líka langtíma trygging og öryggi, mikilvægur fyrirsjáanleiki, fyrir lántakanda. Veigamikill þáttur í velferð. ECB, Evrópski Seðlabankinn, sem ákveður stýrivexti fyrir Evru-löndin 25, líka auðvitað Þýzkaland, hefur samt haldið stýrivöxtum í 4,25%. Punkturinn hér er auðvitað þessi: Hvernig má það verða, að viðskiptabankarnir í Þýzkalandi geti lánað íbúðarkaupendum fé langt undir stýrivöxtum. Stýrivextir ECB eru þeir vextir, sem viðskiptabankarnir þurfa að greiða ECB, ef þeir fá fé að láni hjá ECB. Hvernig geta viðskiptabankarnir þá lánað út fé undir stýrivöxtum? Ástæðan er einföld. Flestir viðskiptabankar byggja sín útlán mest á innlánum viðskiptavina að viðbættu eigin fé. Auðvitað gætu þýzku bankarnir fært upp sína útlánsvexti, vel yfir stýrivexti - húsnæðislán myndu þá kosta minnst 5-7%, í stað 3%, - í skjóli þess, hverjir stýrivextirnir eru, og kennt ECB um. En, það gera þeir ekki. Ástæðurnar eru þessar: 1. Þeir vilja styðja sína viðskiptavini til góðra og hagstæðra íbúðarkaupa 2. Þeir skilja sína samfélagslegu ábyrgð og þörfina á því, að sem mest sé byggt, til að fyrirbyggja spennu, þenslu, á húsnæðismarkaði og verðbólguspennu. Samfélagsleg ábyrgð fjármálastofnana, ekki sízt þeirra, sem ríkið sjálft á, verður að teljast grunnskylda. Virðist ekki í hámarki hér. Hér á Íslandi var fyrirkomulag stýrivaxta lengi vel það sama og í Evrópu. Stýrivextir voru þeir vextir, sem viðskiptabankarnir þurftu að greiða, þegar þeir tóku lán hjá Seðlabanka. Nú er þetta breytt. Stýrivextir eru þeir vextir, sem viðskiptabankarnir fá á fé, sem þeir binda í Seðlabanka í minnst 7 daga. Skv. ársreikningum bankanna þriggja, per 31.12.22, er skuld þeirra við Seðlabanka sáralítil og inneign frá 2,4-7,8% af eignum. Þetta þýðir, að skulda- og/eða eignastaða viðskiptabankanna þriggja, við Seðlabankann, er hlutfallslega lítil. Á sama hátt þýðir þetta það, að stýrivextir Seðlabanka, hækkanir eða lækkanir, hafa, í reynd, óveruleg áhrif á rekstur og útlán bankanna. Það er ekkert og enginn, sem skyldar þá eða knýr til að fylgja breyttum stýrivöxtum. Ekki heldur þörf. Stýrivextir Seðlabanka hafa því nær engin praktisk áhrif á starfsemi og útlán viðskiptabankanna, og, þar með, eru hinar gífurlegu hækkanir útlánsvaxta, síðustu árin - þar sem útlánsvextir, og það á teknum/hlaupandi lánum, haf verið minnst tvölfaldaðir - að mestu óþarfar. Ekki verður annað séð, en, að bankarnir hafi nýtt sér hækkun stýrivaxta sem skálkaskjól til að vaða upp með sína vexti, mikið til að bæta afkomu sína og auka gróða. Þeir gættu lítt að því, að í leiðinni voru þeira að steypa öllum sínum viðskiptavinum - einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum - sem voru með lán hjá þeim, í óvænta og erfiða stöðu, marga í algjörar þreningar. Það, sem gerðist með þessum stórfelldu vaxtahækkunum, málið í hnotskurn, er það, að aukavextirnir, milljarðar og tugir milljarða, voru hirtir af skuldurum og færðir yfir á bankana sjálfa og fjármagnseigendur. Jafngildir þetta eignaupptöku hjá skuldurum og eignayfirfærslu yfir á banka og fjármagnseigendur. Með valdi. Siðlaust, óréttlátt og vart löglegt. Verðbólga reiknast nú 6,3%, 4,2% án húsnæðiskostnaðar. Fyrir undirrituðum er sú tala, 4,2%, hin rétta og sanna verðbólgutala. Húsnæðiskostnaður er feiki misjafn, frá nánast engu, hjá mörgum, upp í töluvert eða mikið hjá öðrum, og getur hann ekki talizt almennur framfærslukostnaður. Þar koma líka til verðbreytingar á húsnæði, mest hækkanir, á móti kostnaði. Stýrivextir upp á 9,25% eru í þessari stöðu fyrir undirritðum yfirkeyrðir - Seðlabanki hefur í reynd veitt þeim sína eigin dýnamík - og eru þessir yfirkeyrðu vextir til þess eins fallnir, að halda verðbólgunni uppi, jafnvel auka hana, enda keyra þeir alla kostnaðarliði upp. Á sama tíma eru óverðtryggðir útlánavextir viðskiptabankana frá 10-11% upp í 17-18%. Í Morgunblaðinu var á dögunum forsíðugrein með fyrirsögninni: „Vaxtakostnaður alltof íþyngjandi“, undirfyrirsögn: „Þingvangur setur stóran reit á ís“. Í texta stendur svo þetta: „Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, segir fyrirtækið hafa ákveðið að fresta uppbyggingu 140 íbúða í Hafnarfirði vegna mikils vaxtakostnaðar, en þeim bjóðist nú allt að 14% vextir“. Á 6. síðu, inni í blaðinu, er svo fyrirsögn þvert yfir síðuna: Vextir eru of háir til að byggja“. Sem sagt; til að lækka byggingarkostnað og þar með húsnæðiskostnað í framfærsluvísitölu, þarf að byggja miklu meira, en Seðlabanki og bankarnir eru búinn að hækka vexti svo mikið, einmitt vegna hækkunar húsnæðiskostnaðar í framfærsluvísitölu, að vextir eru orðnir svo háir, að byggingarvektakar treysta sér ekki til að halda áfram með áformaðar byggingarframkvæmdir. Eins og hér blasir við, þarf að auðvelda fjárfestum og byggingarfyrirtækjum að byggja meira íbúðarhúsnæði. Það myndi lækka íbúðarverð, spennu á þeim markaði, sem aftur myndi lækka verðbólgu. Það myndi svo lækka stýrivexti; rjúfa vítahringinn. Eins og fram kom í fyrri hluta þessa pistils, þurftu bankarnir ekki að elta Seðlabanka í stýrivaxtahækkunum. Það sama gildir auðvitað um vaxtalækkanir. Undirritaður vill hér með skora á stjórnendur viðskiptabankanna, að snarlækka vexti til byggingar íbúðarhúsnæðis, t.a.m. niður í 8-10%, til að stuðla að því, að meira verði byggt af íbúðarhúsnæði, sem leiði þá til verðlækkunar á því, og, um leið, til lækkunnar verðbólgu og almennra vaxta! Slíkt skref sýndi ábyrgð af hálfu bankanna, þjóðfélagslega ábyrgð. – Verður spennandi að sjá, á hvaða stigi hún er. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skoðaði vexti í Þýzkalandi til íbúðarkaupa. Ef íbúð er keypt á verði, sem samsvarar 70 milljónum kr., og lán tekið fyrir 50 milljónum kr., bjóðast vextir þar t.a.m. upp á 3,02%, fastir til 10 ára, eða 3,42%, til 20 ára. Þarna bjóðast ekki aðeins lágmarksvextir, heldur, auðvitað, líka langtíma trygging og öryggi, mikilvægur fyrirsjáanleiki, fyrir lántakanda. Veigamikill þáttur í velferð. ECB, Evrópski Seðlabankinn, sem ákveður stýrivexti fyrir Evru-löndin 25, líka auðvitað Þýzkaland, hefur samt haldið stýrivöxtum í 4,25%. Punkturinn hér er auðvitað þessi: Hvernig má það verða, að viðskiptabankarnir í Þýzkalandi geti lánað íbúðarkaupendum fé langt undir stýrivöxtum. Stýrivextir ECB eru þeir vextir, sem viðskiptabankarnir þurfa að greiða ECB, ef þeir fá fé að láni hjá ECB. Hvernig geta viðskiptabankarnir þá lánað út fé undir stýrivöxtum? Ástæðan er einföld. Flestir viðskiptabankar byggja sín útlán mest á innlánum viðskiptavina að viðbættu eigin fé. Auðvitað gætu þýzku bankarnir fært upp sína útlánsvexti, vel yfir stýrivexti - húsnæðislán myndu þá kosta minnst 5-7%, í stað 3%, - í skjóli þess, hverjir stýrivextirnir eru, og kennt ECB um. En, það gera þeir ekki. Ástæðurnar eru þessar: 1. Þeir vilja styðja sína viðskiptavini til góðra og hagstæðra íbúðarkaupa 2. Þeir skilja sína samfélagslegu ábyrgð og þörfina á því, að sem mest sé byggt, til að fyrirbyggja spennu, þenslu, á húsnæðismarkaði og verðbólguspennu. Samfélagsleg ábyrgð fjármálastofnana, ekki sízt þeirra, sem ríkið sjálft á, verður að teljast grunnskylda. Virðist ekki í hámarki hér. Hér á Íslandi var fyrirkomulag stýrivaxta lengi vel það sama og í Evrópu. Stýrivextir voru þeir vextir, sem viðskiptabankarnir þurftu að greiða, þegar þeir tóku lán hjá Seðlabanka. Nú er þetta breytt. Stýrivextir eru þeir vextir, sem viðskiptabankarnir fá á fé, sem þeir binda í Seðlabanka í minnst 7 daga. Skv. ársreikningum bankanna þriggja, per 31.12.22, er skuld þeirra við Seðlabanka sáralítil og inneign frá 2,4-7,8% af eignum. Þetta þýðir, að skulda- og/eða eignastaða viðskiptabankanna þriggja, við Seðlabankann, er hlutfallslega lítil. Á sama hátt þýðir þetta það, að stýrivextir Seðlabanka, hækkanir eða lækkanir, hafa, í reynd, óveruleg áhrif á rekstur og útlán bankanna. Það er ekkert og enginn, sem skyldar þá eða knýr til að fylgja breyttum stýrivöxtum. Ekki heldur þörf. Stýrivextir Seðlabanka hafa því nær engin praktisk áhrif á starfsemi og útlán viðskiptabankanna, og, þar með, eru hinar gífurlegu hækkanir útlánsvaxta, síðustu árin - þar sem útlánsvextir, og það á teknum/hlaupandi lánum, haf verið minnst tvölfaldaðir - að mestu óþarfar. Ekki verður annað séð, en, að bankarnir hafi nýtt sér hækkun stýrivaxta sem skálkaskjól til að vaða upp með sína vexti, mikið til að bæta afkomu sína og auka gróða. Þeir gættu lítt að því, að í leiðinni voru þeira að steypa öllum sínum viðskiptavinum - einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum - sem voru með lán hjá þeim, í óvænta og erfiða stöðu, marga í algjörar þreningar. Það, sem gerðist með þessum stórfelldu vaxtahækkunum, málið í hnotskurn, er það, að aukavextirnir, milljarðar og tugir milljarða, voru hirtir af skuldurum og færðir yfir á bankana sjálfa og fjármagnseigendur. Jafngildir þetta eignaupptöku hjá skuldurum og eignayfirfærslu yfir á banka og fjármagnseigendur. Með valdi. Siðlaust, óréttlátt og vart löglegt. Verðbólga reiknast nú 6,3%, 4,2% án húsnæðiskostnaðar. Fyrir undirrituðum er sú tala, 4,2%, hin rétta og sanna verðbólgutala. Húsnæðiskostnaður er feiki misjafn, frá nánast engu, hjá mörgum, upp í töluvert eða mikið hjá öðrum, og getur hann ekki talizt almennur framfærslukostnaður. Þar koma líka til verðbreytingar á húsnæði, mest hækkanir, á móti kostnaði. Stýrivextir upp á 9,25% eru í þessari stöðu fyrir undirritðum yfirkeyrðir - Seðlabanki hefur í reynd veitt þeim sína eigin dýnamík - og eru þessir yfirkeyrðu vextir til þess eins fallnir, að halda verðbólgunni uppi, jafnvel auka hana, enda keyra þeir alla kostnaðarliði upp. Á sama tíma eru óverðtryggðir útlánavextir viðskiptabankana frá 10-11% upp í 17-18%. Í Morgunblaðinu var á dögunum forsíðugrein með fyrirsögninni: „Vaxtakostnaður alltof íþyngjandi“, undirfyrirsögn: „Þingvangur setur stóran reit á ís“. Í texta stendur svo þetta: „Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, segir fyrirtækið hafa ákveðið að fresta uppbyggingu 140 íbúða í Hafnarfirði vegna mikils vaxtakostnaðar, en þeim bjóðist nú allt að 14% vextir“. Á 6. síðu, inni í blaðinu, er svo fyrirsögn þvert yfir síðuna: Vextir eru of háir til að byggja“. Sem sagt; til að lækka byggingarkostnað og þar með húsnæðiskostnað í framfærsluvísitölu, þarf að byggja miklu meira, en Seðlabanki og bankarnir eru búinn að hækka vexti svo mikið, einmitt vegna hækkunar húsnæðiskostnaðar í framfærsluvísitölu, að vextir eru orðnir svo háir, að byggingarvektakar treysta sér ekki til að halda áfram með áformaðar byggingarframkvæmdir. Eins og hér blasir við, þarf að auðvelda fjárfestum og byggingarfyrirtækjum að byggja meira íbúðarhúsnæði. Það myndi lækka íbúðarverð, spennu á þeim markaði, sem aftur myndi lækka verðbólgu. Það myndi svo lækka stýrivexti; rjúfa vítahringinn. Eins og fram kom í fyrri hluta þessa pistils, þurftu bankarnir ekki að elta Seðlabanka í stýrivaxtahækkunum. Það sama gildir auðvitað um vaxtalækkanir. Undirritaður vill hér með skora á stjórnendur viðskiptabankanna, að snarlækka vexti til byggingar íbúðarhúsnæðis, t.a.m. niður í 8-10%, til að stuðla að því, að meira verði byggt af íbúðarhúsnæði, sem leiði þá til verðlækkunar á því, og, um leið, til lækkunnar verðbólgu og almennra vaxta! Slíkt skref sýndi ábyrgð af hálfu bankanna, þjóðfélagslega ábyrgð. – Verður spennandi að sjá, á hvaða stigi hún er. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar