Vinna að því að bera kennsl á ferðamennina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 26. ágúst 2024 08:18 Sveinn Kristján yfirlögregluþjónn segir að um blandaðan hóp ferðamanna hafi verið að ræða. Vísir/Stöð 2 og RAX Lögregla á Suðurlandi vinnur nú að því að bera kennsl á þá einstaklinga sem lentu undir ísfargi í íshellaskoðunarferð við Breiðamerkurjökul í gær. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að aðgerðir við leit hafi hafist að nýju um klukkan sjö í morgun. Hann segir að það verði töluvert færra fólk í dag því þar sem verið sé að leita á afmörkuðu svæði. „Það er þröngt að komast að þannig að það er unnið á stuttum vöktum. Þetta er heilmikil handavinna. Við munum vera með þrjú fjögur gengi sem skiptast á að vinna: moka og brjóta ís.“ Sveinn Kristján segir að í gær hafi þurft að beita handaflinu einu og að ekki sé hægt að koma neinum vélum þarna að. „Þetta þarf allt að vinnast með handafli áfram meira og minna. Við erum með sagir og fleyga og slíkt til að mölva ísinn niður en annað ekki.“ Hvernig eru aðstæður á vettvangi? „Þetta er náttúrulega uppi á jökli og aðstæður eftir því. Það er mikill ís og rennandi vatn eftir botninum. En ég held að veður sé þokkalegt þó það sé kalt í morgunsárið og kalt í nótt. Ég held að aðstæður til leitar séu þannig lagað ágætar.“ Blandaður hópur ferðamanna Aðspurður um líðan ferðamannsins sem bjargað var undan farginu í gær segist Sveinn Kristján ekki hafa fengið frekari fréttir. Líðan viðkomandi sé stöðug og viðkomandi sé ekki í lífshættu. Vitið hvers lenskir þessir einstaklingar eru? „Já, við vitum það en viljum ekki gefa það upp í augnablikinu. Við erum að vinna í þeim hlutum ennþá og ekki tímabært að gefa það upp.“ Hann segir að um hafi verið að ræða mjög blandaðan hóp ferðamanna í umræddri ferð. „Þetta voru ferðamenn frá mörgum löndum. Tveir til fjórir saman í minni hópum sem sameinuðust og keyptu sér þessa ferð hjá fyrirtæki.“ Stíf öryggisvakt Sveinn Kristján segir lögreglu vera með stífa öryggisvakt á vettvangi og yfir leitinni. „Við leitum á meðan það er óhætt en við hættum um leið og við sjáum og finnum að ef aðstæður eru þannig að það er ekki forsvaranlegt að halda áfram leit þá endurskoðum við þá ákvörðun. Við förum eftir mjög stífum öryggisreglum og framfylgjum þeim.“ Hafið þið náð í aðstandendur þeirra sem lentu í slysinu? „Nei, við erum ekki með í rauninni upplýsingar um það hverjir nákvæmlega það eru sem lentu í slysinu en erum að vinna að þeim upplýsingum og grafa það upp.“ Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af leitinni í vaktinni hér að neðan. Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Lögreglumál Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að aðgerðir við leit hafi hafist að nýju um klukkan sjö í morgun. Hann segir að það verði töluvert færra fólk í dag því þar sem verið sé að leita á afmörkuðu svæði. „Það er þröngt að komast að þannig að það er unnið á stuttum vöktum. Þetta er heilmikil handavinna. Við munum vera með þrjú fjögur gengi sem skiptast á að vinna: moka og brjóta ís.“ Sveinn Kristján segir að í gær hafi þurft að beita handaflinu einu og að ekki sé hægt að koma neinum vélum þarna að. „Þetta þarf allt að vinnast með handafli áfram meira og minna. Við erum með sagir og fleyga og slíkt til að mölva ísinn niður en annað ekki.“ Hvernig eru aðstæður á vettvangi? „Þetta er náttúrulega uppi á jökli og aðstæður eftir því. Það er mikill ís og rennandi vatn eftir botninum. En ég held að veður sé þokkalegt þó það sé kalt í morgunsárið og kalt í nótt. Ég held að aðstæður til leitar séu þannig lagað ágætar.“ Blandaður hópur ferðamanna Aðspurður um líðan ferðamannsins sem bjargað var undan farginu í gær segist Sveinn Kristján ekki hafa fengið frekari fréttir. Líðan viðkomandi sé stöðug og viðkomandi sé ekki í lífshættu. Vitið hvers lenskir þessir einstaklingar eru? „Já, við vitum það en viljum ekki gefa það upp í augnablikinu. Við erum að vinna í þeim hlutum ennþá og ekki tímabært að gefa það upp.“ Hann segir að um hafi verið að ræða mjög blandaðan hóp ferðamanna í umræddri ferð. „Þetta voru ferðamenn frá mörgum löndum. Tveir til fjórir saman í minni hópum sem sameinuðust og keyptu sér þessa ferð hjá fyrirtæki.“ Stíf öryggisvakt Sveinn Kristján segir lögreglu vera með stífa öryggisvakt á vettvangi og yfir leitinni. „Við leitum á meðan það er óhætt en við hættum um leið og við sjáum og finnum að ef aðstæður eru þannig að það er ekki forsvaranlegt að halda áfram leit þá endurskoðum við þá ákvörðun. Við förum eftir mjög stífum öryggisreglum og framfylgjum þeim.“ Hafið þið náð í aðstandendur þeirra sem lentu í slysinu? „Nei, við erum ekki með í rauninni upplýsingar um það hverjir nákvæmlega það eru sem lentu í slysinu en erum að vinna að þeim upplýsingum og grafa það upp.“ Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af leitinni í vaktinni hér að neðan.
Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Lögreglumál Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10
Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42
Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01