Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. ágúst 2024 11:41 Jóhann Hilmar Haraldsson stýrir aðgerðum á vettvangi á Breiðamerkurjökli. Vísir/Vilhelm Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. „Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann. Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Sjá meira
„Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann.
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Sjá meira