Juventus fékk draumabyrjun á tímabilinu þegar liðið vann þægilegan sigur á nýliðum Como. Mótherji kvöldsins var öllu erfiðari en lið Hellas Verona er sýnd veiði en ekki gefin. Það er að segja fyrir leik kvöldsins en hann endaði á að vera leikur kattarins að músinni.
Á rétt rúmum tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Juventus svo gott sem út um leikinn. Dušan Vlahović kom gestunum yfir með snöggu skoti úr miðju vítateignum eftir undirbúning Kenan Yıldız. Markvörður Verona, Lorenzo Montipo, kom engum vörnum við og staðan 1-0 gestunum í vil.
The gaffer is impressed 👍 #VeronaJuve 0-1 pic.twitter.com/FiJjxbmvqc
— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024
Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 Juventus í vil. Að þessu sinni var það Nicola Savona sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Samuel Mbangula. Gestirnir þar af leiðandi í toppmálum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.
The quick stride of Samuel Mbangula ⚡#VeronaJuve pic.twitter.com/xYObWbKZkm
— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024
Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Vlahović þrumaði í netið og staðan orðin 3-0 Juventus í vil. Reyndust það lokatölur leiksins og lærisveinar Motta setjast því á topp Serie A með fullt hús eftir tvær umferðir.