Barátta hafnarverkamanna á Íslandi: Átök við Eimskip Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Eimskip Hafnarmál Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum. Deilurnar hófust þegar félagar í Eflingu ákváðu að slíta sig frá félaginu og stofna sitt eigið félag, Félag hafnarverkamanna á Íslandi, í samvinnu með Sjómannafélag Íslands. Hafnarverkamenn töldu að Efling væri ekki að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum. Þetta skapaði mikla óánægju meðal hafnarverkamanna sem vildu tryggja að þeirra réttindi væru virt. Þvert á vonir hafnarverkamanna um að hægt væri að segja sig úr stéttarfélagi á landi sem boðar félagafrelsi, þá urðu þeir að fara fyrir félagsdóm til að fá sig lausa frá Eflingu. Þetta var rúmlega tveggja ára barátta sem var staðfest í mars 2023, þegar þessir félagsmenn fengu leyfi til að yfirgefa Eflingu. Þá kom sú von að Eimskip myndi koma að borðinu og semja við sitt fólk, en það hefur ekki enn gerst. Því er haldið fram að ekki sé hægt að semja við Félag hafnarverkamanna þar sem Efling stéttarfélag sé með forgangsréttarákvæði sem þýðir að starfsmenn í Eflingu eru þeir síðustu sem er sagt upp eða þeir ráðnir frekar en starfsmenn sem eru í öðru verkalýðsfélagi. En með þessu ákvæði er í raun réttur fólks til að velja stéttarfélag takmarkaður. En merkilegt er að á svæði Eimskips eru nú þegar tvö félög, VR í vöruhúsinu og Efling á hafnarsvæðinu. Það vekur furðu að hægt sé að tryggja sér nánast einkarétt á svæðinu í skjóli forgangsréttarákvæðisins. Annað merkilegt er að Dagsbrún, félag sem vissi að höfnin væri mikilvæg, hefur eftir sameiningu undir merkjum Eflingar algjörlega gleymt uppruna sínum. Verkalýðsbarátta á Íslandi hefur dalað verulega í gegnum árin, og þegar maður heyrir í alþingismönnum og formönnum flokka tala um að leggja niður skylduaðild að verkalýðsfélagi, þá er það að mínu mati fásinna. Ég vona að verkalýðsfélög á Íslandi muni nú berjast með kjafti og klóm gegn þessum hugmyndum, þar sem við vitum að eigendur peninganna vilja endilega hafa það þannig að ekki séu verkalýðsfélög til staðar. Það myndi henta þeim betur svo þeir geti haldið áfram að borga léleg laun og misnota starfsfólkið sitt. Oft hefur maður hugsað um til hvers Alþingi er. Kannski er það bara fyrir ríka fólkið, vegna þess að í hvert skipti sem farið er í verkfall, t.d. sjómanna, þá er hoppað til og sett á lög til að knýja aðila til vinnu og láta gerðardóm ákveða restina. Þá segi ég: Hvar er umboðsmaður Alþingis? Hvers vegna gerir hann ekki neitt? Hversu oft er hægt að setja verkfall á sömu stéttina aftur og aftur og brjóta þennan rétt til að krefjast betri launa og betri réttinda? Staðan í dag er sú að enn neitar Eimskip að ræða við Félag hafnarverkamanna og telur sig geta ákveðið í hvaða stéttarfélagi starfsfólk þeirra er í. Núna er málið enn eina ferðina hjá félagsdómi og er ekki enn komið á dagskrá. *(Fyrsti partur af greinaröð um baráttu félagsins við skipafélögin)* Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun