Fimm prósent af þingmanni? Róbert Björnsson skrifar 27. ágúst 2024 16:01 Frá áramótum hefur Hjörtur J. Guðmundsson nú skrifað og fengið birta 50 skoðanapistla (já ég taldi þá) hér á vísi sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda bókstafinn Z og fjalla á einn eða annan hátt um hvað Evrópusambandið sé hræðilegt, ólýðræðislegt og varasamt fyrir íslendinga. Þegar skrifaðir eru 50 greinar um sama málefnið sem hver er um 1000 orð að lengd er að sjálfsögðu mikið um endurtekningar en Hjörtur hefur greinilega mjög miklar og þungar áhyggjur af hugsanlegri aðildarumsókn Íslands í ESB og finnur sig knúinn til þess að vara okkur við – í sjálfboðavinnu – sem er svosem kannski virðingarvert í sjálfu sér. Alltént harðneitar Hjörtur öllum ásökunum um að starfa við þetta sem leigupenni hagsmunaaðila eða fyrrum vinnuveitanda síns Morgunblaðzinz. En málfrelsið er dásamlegt og þótt sumu fólki finnist skemmtilegra að kveikja á Netflix eftir vinnu á kvöldin þykir öðrum nauðsynlegra að skrifa skoðanapistla á Vísi – eins og gengur. Hvað sem því líður hef ég sem íbúi Evrópusambandsins haft svolítið gaman af þessum pistlum Hjartar þó svo þeir stemmi alls ekki við upplifun mína af því að búa í Evrópusambandinu – en ef maður setur upp viss gleraugu er hægt að sjá húmorinn í pistlum Hjartar – máske líkt og þegar maður les leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar. Eitt af því sem Hjörtur finnur ESB til foráttu er meintur lýðræðishalli á smærri ríki – en honum finnst „sætið við borðið“ sem íslendingum stæði til boða á Evrópuþinginu full rýrt. Honum finnst ótækt að hugsa til þess að við fengjum aðeins 6 þingmannasæti af 720 að teknu tilliti til mannfjölda og óttast því að Ísland hefði engin áhrif innan sambandsins. Ljóst er að Hirti finnst ólýðræðislegt að meirihlutinn í álfunni ráði og finnst réttlátara að vægi atkvæða fari eftir einhverju öðru...kannski líkt og kjördæmaskipan á Íslandi hvar vægi atkvæða Vestfirðinga gilda þrefalt á við kjósenda í Reykjavík. Tilgangur þess er augljóslega ekki almannahagsmunir heldur er kerfið á Íslandi hannað fyrir þrönga sérhagsmunagæslu og „gerrymandering“. En hver verður víst að fá að hafa sína sýn á lýðræðið hvort sem er á Raufarhöfn eða Rotterdam. Íslenskir þingmenn hafa þó hingað til ekki áorkað svo miklu fyrir land og þjóð að það tæki því að senda fleiri en 6 til Brüssel – hvar aðgengi að ódýrum bjór er alltof mikið fyrir veikgeðja einstaklinga. Einhverra hluta vegna efast ég því um að fleiri íslenskir þingmenn í Brüssel hefðu sérstaklega jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfsemi og stefnu ESB. Hitt er svo önnur saga að Evrópuríkið sem ég bý í hefur líka einungis 6 þingmenn á Evrópuþinginu og því jafnt atkvæðavægi á við Ísland – þegar þið loksins sjáið að ykkur. Kannski finnst Hirti að ríkasta þjóð veraldar miðað við verga þjóðarframleiðslu – Lúxemborg, hvar rúsínurnar vaxa – ætti að hafa meira vægi en segjum eitthvað fátækt austantjaldsland sem þó er milljónaþjóð? En í Evrópu virkar lýðræðið þannig að ríkisborgarar fá úthlutað atkvæðum per haus en ekki bankar og sjávarútvegsfyrirtæki. Þrátt fyrir fámennið og „áhrifaleysið“ er merkilegt hversu miklu Lúxemborg hefur þó áorkað innan sambandsins og meðal annars átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar ESB – nú síðast Jean-Claude Junker. En hvað finnst Lúxemborgurum sjálfum um Evrópusambandið og meint áhrifaleysi sitt? Jú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Eurobarometer sem kom út í mars 2024 bera 77% Lúxemborgara mikið traust til Evrópusambandsins og stofnanna þess. Sama hlutfall (77%) ber raunar mikið traust til eigin ríkisstjórnar (hugsið ykkur!) en auk þess sögðust 86% Lúxemborgara líta á sig sem Evrópu-borgara fyrst (European Citizen) og Lúxemborgara svo. Þá sögðu 89% svarenda að efnahagsmálin væru í góðum gír (verðbólgan komin niður í 2.2% og kaupmáttur stöðugur). Loks sögðu heil 95% svarenda að lífsgæði sín (quality of life) væru góð. Hjörtur gæti kannski frætt okkur um niðurstöður sambærilegra kannana í Bretlandi eftir Brexit og 14 ára valdasetu íhaldsflokksins? Svona í ljósi þess að Hjörtur fór áður mikinn á „hugveitunni“ Brexit Central. Þið hin – það styttist óumflýjanlega í kosningar. Ykkar er valið og valdið – þið vitið ósköp vel hvernig þið losnið við krónuna, 9,25% stýrivexti, vaxtakostnað á við nýjan Landspítala á hverju ári, gersamlega vanhæfa stjórnsýslu, gráðuga smákónga og alltumlyggjandi spillingu. Þið þurfið ekki að kaupa ykkur flugmiða aðra leið eins og ég gerði fyrir mörgum árum. En að kjósa bara Framsókn er augljóslega ekki að fara að breyta miklu fyrir ykkur – sorry! Höfundur býr í Lúxemborg og er áhugamaður um samfélagslegar framfarir svosem útrýmingu bókstafsins Z úr íslensku ritmáli samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins frá 1973. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá áramótum hefur Hjörtur J. Guðmundsson nú skrifað og fengið birta 50 skoðanapistla (já ég taldi þá) hér á vísi sem allir eiga það sameiginlegt að innihalda bókstafinn Z og fjalla á einn eða annan hátt um hvað Evrópusambandið sé hræðilegt, ólýðræðislegt og varasamt fyrir íslendinga. Þegar skrifaðir eru 50 greinar um sama málefnið sem hver er um 1000 orð að lengd er að sjálfsögðu mikið um endurtekningar en Hjörtur hefur greinilega mjög miklar og þungar áhyggjur af hugsanlegri aðildarumsókn Íslands í ESB og finnur sig knúinn til þess að vara okkur við – í sjálfboðavinnu – sem er svosem kannski virðingarvert í sjálfu sér. Alltént harðneitar Hjörtur öllum ásökunum um að starfa við þetta sem leigupenni hagsmunaaðila eða fyrrum vinnuveitanda síns Morgunblaðzinz. En málfrelsið er dásamlegt og þótt sumu fólki finnist skemmtilegra að kveikja á Netflix eftir vinnu á kvöldin þykir öðrum nauðsynlegra að skrifa skoðanapistla á Vísi – eins og gengur. Hvað sem því líður hef ég sem íbúi Evrópusambandsins haft svolítið gaman af þessum pistlum Hjartar þó svo þeir stemmi alls ekki við upplifun mína af því að búa í Evrópusambandinu – en ef maður setur upp viss gleraugu er hægt að sjá húmorinn í pistlum Hjartar – máske líkt og þegar maður les leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar. Eitt af því sem Hjörtur finnur ESB til foráttu er meintur lýðræðishalli á smærri ríki – en honum finnst „sætið við borðið“ sem íslendingum stæði til boða á Evrópuþinginu full rýrt. Honum finnst ótækt að hugsa til þess að við fengjum aðeins 6 þingmannasæti af 720 að teknu tilliti til mannfjölda og óttast því að Ísland hefði engin áhrif innan sambandsins. Ljóst er að Hirti finnst ólýðræðislegt að meirihlutinn í álfunni ráði og finnst réttlátara að vægi atkvæða fari eftir einhverju öðru...kannski líkt og kjördæmaskipan á Íslandi hvar vægi atkvæða Vestfirðinga gilda þrefalt á við kjósenda í Reykjavík. Tilgangur þess er augljóslega ekki almannahagsmunir heldur er kerfið á Íslandi hannað fyrir þrönga sérhagsmunagæslu og „gerrymandering“. En hver verður víst að fá að hafa sína sýn á lýðræðið hvort sem er á Raufarhöfn eða Rotterdam. Íslenskir þingmenn hafa þó hingað til ekki áorkað svo miklu fyrir land og þjóð að það tæki því að senda fleiri en 6 til Brüssel – hvar aðgengi að ódýrum bjór er alltof mikið fyrir veikgeðja einstaklinga. Einhverra hluta vegna efast ég því um að fleiri íslenskir þingmenn í Brüssel hefðu sérstaklega jákvæð og uppbyggileg áhrif á starfsemi og stefnu ESB. Hitt er svo önnur saga að Evrópuríkið sem ég bý í hefur líka einungis 6 þingmenn á Evrópuþinginu og því jafnt atkvæðavægi á við Ísland – þegar þið loksins sjáið að ykkur. Kannski finnst Hirti að ríkasta þjóð veraldar miðað við verga þjóðarframleiðslu – Lúxemborg, hvar rúsínurnar vaxa – ætti að hafa meira vægi en segjum eitthvað fátækt austantjaldsland sem þó er milljónaþjóð? En í Evrópu virkar lýðræðið þannig að ríkisborgarar fá úthlutað atkvæðum per haus en ekki bankar og sjávarútvegsfyrirtæki. Þrátt fyrir fámennið og „áhrifaleysið“ er merkilegt hversu miklu Lúxemborg hefur þó áorkað innan sambandsins og meðal annars átt þrjá forseta framkvæmdarstjórnar ESB – nú síðast Jean-Claude Junker. En hvað finnst Lúxemborgurum sjálfum um Evrópusambandið og meint áhrifaleysi sitt? Jú, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Eurobarometer sem kom út í mars 2024 bera 77% Lúxemborgara mikið traust til Evrópusambandsins og stofnanna þess. Sama hlutfall (77%) ber raunar mikið traust til eigin ríkisstjórnar (hugsið ykkur!) en auk þess sögðust 86% Lúxemborgara líta á sig sem Evrópu-borgara fyrst (European Citizen) og Lúxemborgara svo. Þá sögðu 89% svarenda að efnahagsmálin væru í góðum gír (verðbólgan komin niður í 2.2% og kaupmáttur stöðugur). Loks sögðu heil 95% svarenda að lífsgæði sín (quality of life) væru góð. Hjörtur gæti kannski frætt okkur um niðurstöður sambærilegra kannana í Bretlandi eftir Brexit og 14 ára valdasetu íhaldsflokksins? Svona í ljósi þess að Hjörtur fór áður mikinn á „hugveitunni“ Brexit Central. Þið hin – það styttist óumflýjanlega í kosningar. Ykkar er valið og valdið – þið vitið ósköp vel hvernig þið losnið við krónuna, 9,25% stýrivexti, vaxtakostnað á við nýjan Landspítala á hverju ári, gersamlega vanhæfa stjórnsýslu, gráðuga smákónga og alltumlyggjandi spillingu. Þið þurfið ekki að kaupa ykkur flugmiða aðra leið eins og ég gerði fyrir mörgum árum. En að kjósa bara Framsókn er augljóslega ekki að fara að breyta miklu fyrir ykkur – sorry! Höfundur býr í Lúxemborg og er áhugamaður um samfélagslegar framfarir svosem útrýmingu bókstafsins Z úr íslensku ritmáli samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins frá 1973.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun