„Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2024 08:01 Gylfi mun leika með Íslandi gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli áður en haldið verður til Tyrklands. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu. Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira
Gylfi Þór var utan landsliðsins um hríð á meðal dómsmál hans í Bretlandi var útkljáð en tókst að bæta markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann sneri aftur í liðið í október í fyrra. Klippa: Gylfi ánægður að snúa aftur Hann hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan vegna meiðsla og endurhæfingar sökum langs tíma utan fótboltavallarins. Eðlilega hafa miklar breytingar orðið á liðinu síðan og standa fáir eftir af þeim leikmönnum sem spiluðu með Gylfa þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018. Honum líst vel á þá ungu menn sem hafa tekið við keflinu. „Mjög fínir, tæknilega mjög góðir. Þetta eru kannski svipuð skipti og þegar við gömlu kallarnir vorum að taka yfir liðið á sínum tíma. Leikmennirnir í dag eru mjög góðir tæknilega og margir skemmtilegir leikmenn, sem skemmtilegt er að horfa á fram á við,“ „Ég held að styrkurinn sé með boltann hjá þessum strákum en eins og er alltaf hjá Íslandi þá verðum við að geta varist vel og byggt ofan á það. Og svo þá með einstaklingsgæði geta skipt máli,“ segir Gylfi. Ekki rætt við Hareide um sitt hluverk Tíu mánuðir eru frá því að Gylfi var síðast í landsliðshópnum en hann kveðst hafa haldið góðu sambandi við landsliðs þjálfarann Åge Hareide. „Bara fín, við höfum spjallað saman í kringum landsliðsgluggana. Við vorum mikið í sambandi fyrir umspilsleikina þegar ég var meiddur og að koma mér aftur í gang á Spáni. En síðan þá hefur þetta verið í kringum gluggana sem hann hefur tjékkað á mér og látið mig vita að hann sé að fylgjast með mér og spyrja hvernig ég hefði það og svo framvegis,“ segir Gylfi. En hefur hann rætt við þjálfarann hvert hlutverk hans með liðinu verður? „Ekkert þannig séð. Við munum örugglega ræða það þegar við hittumst. Við gerum það líklega frekar uppi á hóteli heldur en í gegnum síma. Auðvitað vill maður alltaf spila, sama hversu gamall maður er. Þó maður sé kominn á seinni hluta ferilsins er metnaðurinn alltaf til staðar að spila alla leiki og allar mínútur,“ segir Gylfi. Gylfa hlakkar þá til að spila á Laugardalsvelli en er ekki síður spenntur fyrir því að spila fyrir fullum velli í brjálaðri stemningu í Tyrklandi, hvar íslenska liðinu hefur gengið vel í síðustu heimsóknum. „Mjög vel. Þetta eru geggjaðir leikir. Það er frábært að fara til Tyrklands að spila á troðfullum velli og örugglega mikil stemning. Það er eitthvað sem ég hlakka mikið til. En auðvitað er frábært líka að fá leik hérna heima á Laugardalsvellinum og undirbúninginn hérna heima líka,“ segir Gylfi. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira