Bylting í skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2024 19:21 Það lá vel á Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra þegar skrifað var undir samning um húsnæði fyrir nýtt bókasafn í hjarta Hafnarfjarðar. Vísir/HMP Í dag var gengið frá samkomulagi um mestu framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Alger bylting verður á í nýjum húsakosti bókasafns bæjarins, að sögn bæjarstjórans. Hér sést hvernig hin nýja bygging tengist verslunarmiðstöðinni Fjörður, sem einnig mun fá andlitslyftingu.Hafnarfjarðarbær Haldið var upp á það í dag að nýbygging við hlið verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður er nú fokheld. Bæjarstjóri og verktakar skrifuðu undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á nýrri hæð fyrir bókasafn bæjarins fyrir 1,1 milljarð króna en auk þess verða átján hótelíbúðir og 31 almenn íbúð í byggingunni sem tengist eldri byggingu Fjarðar. Á jarðhæð verður síðan verslunar- og þjónustuhúsnæði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir miðbæinn. Rósa Guðbjartsdóttir segir ný húsakynni hins 102 ára gamla Bókasafns Hjafarfjarðar bjóða upp á nútímaþjónustu. Mikil áherls verði lögð á þjónustu við börn.Vísir/HMP „Við erum hérna að ganga frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Sem er 102 ára gamalt og er merk menningarstofnun og mikilvægt í okkar samfélagi. Þessar breytingar verða bylting vil ég segja,“ sagði Rósa að lokinni undirritun samninga í reisugilli síðdegis. Nýbyggingin tengist gamla Firði sem einnig muni fá mikla endurnýjun. Bókasafnið fari úr fjögurra hæða byggingu á eina hæð í nýju og glæsilegu húsi í hjarta miðbæjarins. Með þessu verði bókasafnið nútímavætt og þjónustan efld til muna og í takti við nútíma kröfur. Nýja bókasafnið verður stórglæsilegt og allt á einni hæð. Gamla safnið er á fjórum hæðum í dag.Hafnarfjarðarbær „Við sjáum að nútíma bókasöfn eru orðin nokkurs konar þekkingar- eða margmiðlunarsetur. Þar sem fólk kemur til að njóta næðis, til að næra andann, til að vera saman og fá sér kaffisopa. Og ekki síst verður áhersla á mjög góða barnadeild. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að fá börnin hingað með foreldrum sínum og öðrum,“ segir bæjarstjórinn. Með þessu nýja húsi verði mikil breyting á miðbæ Hafnarfjarðar enda húsið á stórri lóð sem staðið hafi auð í áratugi. Hér má sjá nokkurs konar torg inni í miðju bókasafninu.Hafnarfjarðarbær „Þetta er stærsta framkvæmd í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Hér verða íbúðir, nýtt verslunarrými, bókasafnið, hótel. Þetta verður alveg stórkostlegt og mun valda straumhvörfum vil ég segja fyrir okkur hér. Efla þjónustu og verslun og annað hérna í miðbænum. Þannig að við erum hæstánægð. Þetta er stór dagur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hafnarfjörður Byggingariðnaður Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Hér sést hvernig hin nýja bygging tengist verslunarmiðstöðinni Fjörður, sem einnig mun fá andlitslyftingu.Hafnarfjarðarbær Haldið var upp á það í dag að nýbygging við hlið verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður er nú fokheld. Bæjarstjóri og verktakar skrifuðu undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á nýrri hæð fyrir bókasafn bæjarins fyrir 1,1 milljarð króna en auk þess verða átján hótelíbúðir og 31 almenn íbúð í byggingunni sem tengist eldri byggingu Fjarðar. Á jarðhæð verður síðan verslunar- og þjónustuhúsnæði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir miðbæinn. Rósa Guðbjartsdóttir segir ný húsakynni hins 102 ára gamla Bókasafns Hjafarfjarðar bjóða upp á nútímaþjónustu. Mikil áherls verði lögð á þjónustu við börn.Vísir/HMP „Við erum hérna að ganga frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Sem er 102 ára gamalt og er merk menningarstofnun og mikilvægt í okkar samfélagi. Þessar breytingar verða bylting vil ég segja,“ sagði Rósa að lokinni undirritun samninga í reisugilli síðdegis. Nýbyggingin tengist gamla Firði sem einnig muni fá mikla endurnýjun. Bókasafnið fari úr fjögurra hæða byggingu á eina hæð í nýju og glæsilegu húsi í hjarta miðbæjarins. Með þessu verði bókasafnið nútímavætt og þjónustan efld til muna og í takti við nútíma kröfur. Nýja bókasafnið verður stórglæsilegt og allt á einni hæð. Gamla safnið er á fjórum hæðum í dag.Hafnarfjarðarbær „Við sjáum að nútíma bókasöfn eru orðin nokkurs konar þekkingar- eða margmiðlunarsetur. Þar sem fólk kemur til að njóta næðis, til að næra andann, til að vera saman og fá sér kaffisopa. Og ekki síst verður áhersla á mjög góða barnadeild. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að fá börnin hingað með foreldrum sínum og öðrum,“ segir bæjarstjórinn. Með þessu nýja húsi verði mikil breyting á miðbæ Hafnarfjarðar enda húsið á stórri lóð sem staðið hafi auð í áratugi. Hér má sjá nokkurs konar torg inni í miðju bókasafninu.Hafnarfjarðarbær „Þetta er stærsta framkvæmd í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Hér verða íbúðir, nýtt verslunarrými, bókasafnið, hótel. Þetta verður alveg stórkostlegt og mun valda straumhvörfum vil ég segja fyrir okkur hér. Efla þjónustu og verslun og annað hérna í miðbænum. Þannig að við erum hæstánægð. Þetta er stór dagur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Hafnarfjörður Byggingariðnaður Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira