Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2024 14:19 Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Vísir/Arnar Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að tapið megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis. „Tekjur félagsins fyrri helming ársins eru til samræmis við tekjur sama tímabils í fyrra en gistinætur voru 5% færri milli tímabila,“ segir í tilkynningunni. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Íslandshótelum en félagið stefndi á skráningu í Kauphöll. Greint var svo frá því í maí að ákveðið hefði verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Hafi það verið gert þar sem ekki hafi fengist áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og því hafi seljendur hætt við. Á þriðja þúsund manna tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Ytri þættir Í tilkynningunni sem send var á fjölmiðla í dag er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að Íslandshótel standi sterk líkt og efnahagsreikningurinn sýni. Ýmsir ytri þættir hafi þó haft sín áhrif. „Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif. Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu. Við horfum því bjartsýn fram á veg,“ segir Davíð Torfi. Samstæðuárshlutareikningur Íslandshótela var sendur Kauphöll Íslands fyrr í dag. Íslandshótel rekur sautján hótel með 1955 herbergi víða um land. Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að tapið megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis. „Tekjur félagsins fyrri helming ársins eru til samræmis við tekjur sama tímabils í fyrra en gistinætur voru 5% færri milli tímabila,“ segir í tilkynningunni. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Íslandshótelum en félagið stefndi á skráningu í Kauphöll. Greint var svo frá því í maí að ákveðið hefði verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Hafi það verið gert þar sem ekki hafi fengist áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og því hafi seljendur hætt við. Á þriðja þúsund manna tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Ytri þættir Í tilkynningunni sem send var á fjölmiðla í dag er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að Íslandshótel standi sterk líkt og efnahagsreikningurinn sýni. Ýmsir ytri þættir hafi þó haft sín áhrif. „Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif. Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu. Við horfum því bjartsýn fram á veg,“ segir Davíð Torfi. Samstæðuárshlutareikningur Íslandshótela var sendur Kauphöll Íslands fyrr í dag. Íslandshótel rekur sautján hótel með 1955 herbergi víða um land.
Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira