Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 15:13 Frá eldgosinu í Holuhrauni í nóvember 2014. Vísir/Egill Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns. Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni. Fyrsta gosið þann 29. ágúst varð lítið hraungos sem stóð í nokkra klukkutíma en var forboði meiri tíðinda. Aðfaranótt 31. ágúst hófst öllu stærra gos sem náði hámarki á fyrsta degi en gaus kröftulega næstu vikur og mánuði. Hægja fór á gosinu í janúar 2015 og var goslokum lýst yfir þann 28. febrúar það ár. Gosið í Holuhrauni er með stærri hraungosum sem orðið hafa hérlendis á sögulegum tíma. Um mánaðamótin september-október 2014 var það farið að nálgast 50 km² að flatarmáli. Þá var það sambærilegt við Tröllahraun á Tungnáröræfum en það rann á árabilinu 1862-4 og er ættað frá goskerfi Bárðarbungu. Í fyrstu viku október náði Holuhraun Tröllahrauni að stærð og var þar með orðið mesta hraun landsins frá því Skaftáreldahraun rann. Þann 1. desember var flatarmálið komið yfir 75 km² og þann 1. febrúar 2015 var það 85 km². Í töflunni hér að neðan eru talin 12 víðáttumestu hraun sem runnið hafa frá landnámstíð og flatarmál þeirra. Þar sést að Holuhraun er í 5. sæti en er töluvert langt frá því að komast í eitt af toppsætunum. Flatarmál hrauna af vef Wikipedia þar sem fjallað er um Holuhraun.Wikipedia Meðalþykkt hraunsins er um 16 m. Þykktin er yfir 20 m á stórum svæðum og næst gígunum er hún yfir 40 metrar. Flatarmálið er 85 km² og rúmmál hraunsins þar af leiðandi 1,36 km³. Um tíma var rætt að hraunið fengi nafnið Nornahraun því í upphafi gossins bar talsvert á nornahári umhverfis gosstöðvarnar sem myndast hafði í kvikustrókunum. Örnafnanefnd og sveitarstjórn Skútustaðahrepps komst svo að þeirri niðurstöðu að nafnið Holuhraun skyldi haldast. Eldgos og jarðhræringar Tímamót Bárðarbunga Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50 Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47 Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni. Fyrsta gosið þann 29. ágúst varð lítið hraungos sem stóð í nokkra klukkutíma en var forboði meiri tíðinda. Aðfaranótt 31. ágúst hófst öllu stærra gos sem náði hámarki á fyrsta degi en gaus kröftulega næstu vikur og mánuði. Hægja fór á gosinu í janúar 2015 og var goslokum lýst yfir þann 28. febrúar það ár. Gosið í Holuhrauni er með stærri hraungosum sem orðið hafa hérlendis á sögulegum tíma. Um mánaðamótin september-október 2014 var það farið að nálgast 50 km² að flatarmáli. Þá var það sambærilegt við Tröllahraun á Tungnáröræfum en það rann á árabilinu 1862-4 og er ættað frá goskerfi Bárðarbungu. Í fyrstu viku október náði Holuhraun Tröllahrauni að stærð og var þar með orðið mesta hraun landsins frá því Skaftáreldahraun rann. Þann 1. desember var flatarmálið komið yfir 75 km² og þann 1. febrúar 2015 var það 85 km². Í töflunni hér að neðan eru talin 12 víðáttumestu hraun sem runnið hafa frá landnámstíð og flatarmál þeirra. Þar sést að Holuhraun er í 5. sæti en er töluvert langt frá því að komast í eitt af toppsætunum. Flatarmál hrauna af vef Wikipedia þar sem fjallað er um Holuhraun.Wikipedia Meðalþykkt hraunsins er um 16 m. Þykktin er yfir 20 m á stórum svæðum og næst gígunum er hún yfir 40 metrar. Flatarmálið er 85 km² og rúmmál hraunsins þar af leiðandi 1,36 km³. Um tíma var rætt að hraunið fengi nafnið Nornahraun því í upphafi gossins bar talsvert á nornahári umhverfis gosstöðvarnar sem myndast hafði í kvikustrókunum. Örnafnanefnd og sveitarstjórn Skútustaðahrepps komst svo að þeirri niðurstöðu að nafnið Holuhraun skyldi haldast.
Eldgos og jarðhræringar Tímamót Bárðarbunga Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50 Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47 Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50
Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47
Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57
Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28