Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 10:33 Sambandið virðist strax hafa orðið mjög gott á milli Heimis Hallgrímssonar og Johns O'Shea, þó að segja megi að Heimir hafi tekið starfið af O'Shea. Getty/Stephen McCarthy John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. Heimir var ráðinn aðalþjálfari Írlands í júlí og lagði á það áherslu að fá O‘Shea sem aðstoðarmann. Eyjamaðurinn taldi það mikilvægt í ljósi þess að O‘Shea væri öllum hnútum kunnugur en hann hafði verið tímabundið aðalþjálfari liðsins í hálft ár. O‘Shea fékk að hafa mikil áhrif á valið á fyrsta landsliðshópi Heimis, fyrir leikina við England og Grikkland, á meðan að Heimir er enn að kynnast þeim leikmönnum sem honum standa til boða. Og O‘Shea er sáttur við hlutverk sitt. „Líkar hvernig hann horfir á hlutina“ „Ég er hérna til að styðja við stjórann í Þjóðadeildinni og undankeppni HM,“ sagði O‘Shea samkvæmt Irish Independent, en þar segir að orðrómur hafi verið um að O‘Shea færi aftur að starfa hjá félagsliði. Hann gaf lítið fyrir það. „Við höfum séð hvað hlutirnir geta breyst í fótbolta en ég fór af fullum huga í viðræður við stjórann um hvernig við myndum vilja vinna þetta. Þegar við hittumst þá varð strax til mjög gott traust á milli okkar, samtalið var gott, um hvernig hann vill hafa hlutina einfalda og árangursríka. Mér líkar hvernig hann horfir á hlutina. Það þurfti ekkert að sannfæra mig. Maður sá strax að hvað persónuleika og traust snertir þá myndi ég njóta þess að vinna með honum og auðvitað að læra af honum,“ sagði hinn 43 ára O‘Shea sem eftir 12 ár undir stjórn Sir Alex Ferguson ætti að hafa ýmislegt til að miðla sjálfur. John O'Shea og Heimir Hallgrímsson sinntu fjölmiðlum í gær eftir að hafa tilkynnt landsliðshópinn.Getty/Stephen McCarthy „Góð manneskja til að læra af“ Hann hefur hins vegar sáralitla þjálfarareynslu og vill læra af Heimi. O‘Shea vissi að írska knattspyrnusambandið væri að leita að aðalþjálfara og fékk fréttir af leitinni. „Það var síðan lykilatriði fyrir mig að fara yfir hlutina af yfirvegun, og sjá „nei, þetta er í alvörunni gott fyrir mig.“ Ég er enn að læra og þetta er góð manneskja til að læra af,“ sagði O‘Shea og kvaðst ekki geta beðið eftir því að kynna leikmenn fyrir Heimi. Írland mætir Englandi laugardaginn 7. september, í beinni útsendingu á Vodafone Sport, og tekur svo á móti Grikklandi þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Heimir var ráðinn aðalþjálfari Írlands í júlí og lagði á það áherslu að fá O‘Shea sem aðstoðarmann. Eyjamaðurinn taldi það mikilvægt í ljósi þess að O‘Shea væri öllum hnútum kunnugur en hann hafði verið tímabundið aðalþjálfari liðsins í hálft ár. O‘Shea fékk að hafa mikil áhrif á valið á fyrsta landsliðshópi Heimis, fyrir leikina við England og Grikkland, á meðan að Heimir er enn að kynnast þeim leikmönnum sem honum standa til boða. Og O‘Shea er sáttur við hlutverk sitt. „Líkar hvernig hann horfir á hlutina“ „Ég er hérna til að styðja við stjórann í Þjóðadeildinni og undankeppni HM,“ sagði O‘Shea samkvæmt Irish Independent, en þar segir að orðrómur hafi verið um að O‘Shea færi aftur að starfa hjá félagsliði. Hann gaf lítið fyrir það. „Við höfum séð hvað hlutirnir geta breyst í fótbolta en ég fór af fullum huga í viðræður við stjórann um hvernig við myndum vilja vinna þetta. Þegar við hittumst þá varð strax til mjög gott traust á milli okkar, samtalið var gott, um hvernig hann vill hafa hlutina einfalda og árangursríka. Mér líkar hvernig hann horfir á hlutina. Það þurfti ekkert að sannfæra mig. Maður sá strax að hvað persónuleika og traust snertir þá myndi ég njóta þess að vinna með honum og auðvitað að læra af honum,“ sagði hinn 43 ára O‘Shea sem eftir 12 ár undir stjórn Sir Alex Ferguson ætti að hafa ýmislegt til að miðla sjálfur. John O'Shea og Heimir Hallgrímsson sinntu fjölmiðlum í gær eftir að hafa tilkynnt landsliðshópinn.Getty/Stephen McCarthy „Góð manneskja til að læra af“ Hann hefur hins vegar sáralitla þjálfarareynslu og vill læra af Heimi. O‘Shea vissi að írska knattspyrnusambandið væri að leita að aðalþjálfara og fékk fréttir af leitinni. „Það var síðan lykilatriði fyrir mig að fara yfir hlutina af yfirvegun, og sjá „nei, þetta er í alvörunni gott fyrir mig.“ Ég er enn að læra og þetta er góð manneskja til að læra af,“ sagði O‘Shea og kvaðst ekki geta beðið eftir því að kynna leikmenn fyrir Heimi. Írland mætir Englandi laugardaginn 7. september, í beinni útsendingu á Vodafone Sport, og tekur svo á móti Grikklandi þremur dögum síðar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira