Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 15:31 Skúli Helgason formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir að ljóssúlan muni eftir framkvæmdir verða þéttari og skína skærar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. „Við höfum ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á friðarsúlunni í Viðey. Og verkefnið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar að gera upp tæknibúnaðinn, sérstaklega ljósin, sem Friðarsúlan snýst um og síðan lagfæra þennan grunn, eða óskabrunn sem svo heitir sem ljóssúlan rís upp úr sem er einmitt byggður úr þrennskonar íslensku grjóti.“ Breytingar verða einnig á ljóssúlunni sjálfri. „Það sem mun birtast borgarbúum, landsmönnum öllum og ferðamönnum er að friðarsúlan mun lýsa ennþá bjartar og þéttar heldur en áður þannig að þetta verður ennþá glæsilegra kennileiti í borginni og það sem kannski skiptir mestu máli, ennþá áhrifameiri áminning um þann friðarboðskap sem verið snýst um. Og það er ekki vanþörf á í heiminum eins og hann er í dag.“ Framvæmdir metnar á 33 milljónir króna Yfirhalningin og framkvæmdirnar munu kosta, samkvæmt kostnaðaráætlun um 33 milljónir króna. Skúli var spurður hvort hann óttaðist ekki að einhverjir teldu þetta bruðl, þrátt fyrir að um fallegt listaverk væri að ræða. „Það kæmi mér á óvart, því þetta er ekki ógnardýrt verkefni, þetta eru endurbætur sem munu kosta í kringum 33 milljónir og við erum mjög ánægð með að það eru sömu aðilar sem fjármagna og stóðu að gerð Friðarsúlunnar á sínum tíma, það er að segja Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og síðan Yoko Ono sjálf, eða sjóður á hennar vegum. Þessir þrír aðilar skipta með sér þessum kostnaði og það sem er líka ánægjulegt við það að vera að skipta um ljósabúnaðinn er að orkuþörfin verður minni, viðhaldið verður auðveldara þannig að rekstrarkostnaðurinn á verkinu mun minnka frá því sem núna er, sem er auðvitað ánægjulegt.“ Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Viðey Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17 Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32 Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
„Við höfum ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á friðarsúlunni í Viðey. Og verkefnið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar að gera upp tæknibúnaðinn, sérstaklega ljósin, sem Friðarsúlan snýst um og síðan lagfæra þennan grunn, eða óskabrunn sem svo heitir sem ljóssúlan rís upp úr sem er einmitt byggður úr þrennskonar íslensku grjóti.“ Breytingar verða einnig á ljóssúlunni sjálfri. „Það sem mun birtast borgarbúum, landsmönnum öllum og ferðamönnum er að friðarsúlan mun lýsa ennþá bjartar og þéttar heldur en áður þannig að þetta verður ennþá glæsilegra kennileiti í borginni og það sem kannski skiptir mestu máli, ennþá áhrifameiri áminning um þann friðarboðskap sem verið snýst um. Og það er ekki vanþörf á í heiminum eins og hann er í dag.“ Framvæmdir metnar á 33 milljónir króna Yfirhalningin og framkvæmdirnar munu kosta, samkvæmt kostnaðaráætlun um 33 milljónir króna. Skúli var spurður hvort hann óttaðist ekki að einhverjir teldu þetta bruðl, þrátt fyrir að um fallegt listaverk væri að ræða. „Það kæmi mér á óvart, því þetta er ekki ógnardýrt verkefni, þetta eru endurbætur sem munu kosta í kringum 33 milljónir og við erum mjög ánægð með að það eru sömu aðilar sem fjármagna og stóðu að gerð Friðarsúlunnar á sínum tíma, það er að segja Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og síðan Yoko Ono sjálf, eða sjóður á hennar vegum. Þessir þrír aðilar skipta með sér þessum kostnaði og það sem er líka ánægjulegt við það að vera að skipta um ljósabúnaðinn er að orkuþörfin verður minni, viðhaldið verður auðveldara þannig að rekstrarkostnaðurinn á verkinu mun minnka frá því sem núna er, sem er auðvitað ánægjulegt.“
Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Viðey Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17 Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32 Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17
Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32
Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15