Ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá foreldrum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2024 21:00 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur starfað með ungmennum í viðkvæmri stöðu í að verða áratug. Vísir/Ívar Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Sextán ára drengurinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú á menningarnótt hefur verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Fyrir það var hann í barnaverndarúrræði á Stuðlum, en vegna líflátshótana í hans garð var tekin ákvörðun um að færa hann milli staða. Fyrr í dag var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum framlengdur til 26. september, en hann hefði annars runnið út í dag. Sautján ára stúlka sem varð fyrir árásinni er enn í lífshættu að sögn lögreglu, sem tjáir sig ekki um rannsóknina að öðru leyti en að henni miði vel. Kalla eftir þjóðarátaki Ráðherrar ríkisstjórnar telja að ráðast þurfi í mikið átak til að bregðast við auknu ofbeldi og vopnaburði meðal barna og unglinga „Í aðgerðaráætlunum okkar hefur til dæmis verið gert ráð fyrir meiri sýnileika lögreglu, og við erum að velta fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, þar sem drjúgur tími fór í að ræða þessi mál. Dómsmálaráðherra kallar eftir þjóðarátaki og segir að þegar sé búið að ráðast í einhverjar þeirra aðgerða sem stefnt er að, meðal annars með því að efla samfélagslöggæslu. „Ég myndi vitaskuld vilja sjá fleiri samfélagslögreglumenn, sem gætu verið í þéttu samtali við skólana, félagsmiðstöðvarnar og sömuleiðis heimilin,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Félags- og barnamálaráðerra segir samfélagið allt þurfa að koma að málum. „Hvort sem eru ríki, sveitarfélög, lögregla, skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrar og heimili, við þurfum öll að stíga inn sem einn aðili,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðerra. Lögreglan ekki óþrjótandi auðlind Lögreglumaður sem hefur unnið með börnum og ungmennum í um áratug segir vopnaburðinn sjálfan ekkert nýmæli. „En fyrir tveimur, þremur árum síðan fór ég að tala um að það væri nýtt að þau væru farin að beita þessu hvert á annað. Það er kannski það sem er að breytast og hefur aukist of mikið,“ segir lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson. Aðkomu fleiri en ráðherra og lögreglu sé þörf. „Ætli við foreldrar þurfum ekki að byrja? Það þarf að byrja þar. Að við áttum okkur á að við erum að búa til börn og við berum ábyrgð á þeim næstu 18 árin, en ekki kerfið eða ríkið eða kennarar,“ segir Guðmundur. „Samfélagslögreglan virkar vel, og vonandi ná menn að fókusera sig þannig að hún sé á þeim stað þar sem þörf er á henni. Því lögreglan er ekki óþrjótandi auðlind.“ Þó verði að varast að láta mál sem þessi lita alfarið umræðuna um ungt fólk. „Við megum ekki gleyma því, að stærsti hlutinn af unga fólkinu okkar er í góðu lagi. En þetta er aftur á móti ört stækkandi, lítill hópur,“ segir Guðmundur. Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Málefni Stuðla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sextán ára drengurinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú á menningarnótt hefur verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Fyrir það var hann í barnaverndarúrræði á Stuðlum, en vegna líflátshótana í hans garð var tekin ákvörðun um að færa hann milli staða. Fyrr í dag var gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum framlengdur til 26. september, en hann hefði annars runnið út í dag. Sautján ára stúlka sem varð fyrir árásinni er enn í lífshættu að sögn lögreglu, sem tjáir sig ekki um rannsóknina að öðru leyti en að henni miði vel. Kalla eftir þjóðarátaki Ráðherrar ríkisstjórnar telja að ráðast þurfi í mikið átak til að bregðast við auknu ofbeldi og vopnaburði meðal barna og unglinga „Í aðgerðaráætlunum okkar hefur til dæmis verið gert ráð fyrir meiri sýnileika lögreglu, og við erum að velta fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, þar sem drjúgur tími fór í að ræða þessi mál. Dómsmálaráðherra kallar eftir þjóðarátaki og segir að þegar sé búið að ráðast í einhverjar þeirra aðgerða sem stefnt er að, meðal annars með því að efla samfélagslöggæslu. „Ég myndi vitaskuld vilja sjá fleiri samfélagslögreglumenn, sem gætu verið í þéttu samtali við skólana, félagsmiðstöðvarnar og sömuleiðis heimilin,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Félags- og barnamálaráðerra segir samfélagið allt þurfa að koma að málum. „Hvort sem eru ríki, sveitarfélög, lögregla, skólar, félagsmiðstöðvar, foreldrar og heimili, við þurfum öll að stíga inn sem einn aðili,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðerra. Lögreglan ekki óþrjótandi auðlind Lögreglumaður sem hefur unnið með börnum og ungmennum í um áratug segir vopnaburðinn sjálfan ekkert nýmæli. „En fyrir tveimur, þremur árum síðan fór ég að tala um að það væri nýtt að þau væru farin að beita þessu hvert á annað. Það er kannski það sem er að breytast og hefur aukist of mikið,“ segir lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson. Aðkomu fleiri en ráðherra og lögreglu sé þörf. „Ætli við foreldrar þurfum ekki að byrja? Það þarf að byrja þar. Að við áttum okkur á að við erum að búa til börn og við berum ábyrgð á þeim næstu 18 árin, en ekki kerfið eða ríkið eða kennarar,“ segir Guðmundur. „Samfélagslögreglan virkar vel, og vonandi ná menn að fókusera sig þannig að hún sé á þeim stað þar sem þörf er á henni. Því lögreglan er ekki óþrjótandi auðlind.“ Þó verði að varast að láta mál sem þessi lita alfarið umræðuna um ungt fólk. „Við megum ekki gleyma því, að stærsti hlutinn af unga fólkinu okkar er í góðu lagi. En þetta er aftur á móti ört stækkandi, lítill hópur,“ segir Guðmundur.
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Málefni Stuðla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira