Rekur yfirmann flughersins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 07:30 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti stendur hér við F-16 þotu. AP Photo/Efrem Lukatsky Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. „Ég hef tekið ákvörðun um að skipta út yfirmanni flughersins... Ég verð ávallt þakklátur flugmönnunum í hernum okkar,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann birti í gærkvöldi. Í myndbandinu minntist Selenskí á nauðsyn þess að vernda líf þeirra sem vernda Úkraínu. Í ávarpinu greinir hann ekki frá ástæðunni fyrir ákvörðuninni að skipta út Mykola Oleshchuk en fólk hefur leitt af því líkum að hún byggi á hrapi F-16 þotu í fyrradag. Oleksiy Mes, flugmaður þotunnar, fórst í slysinu. Afhending F-16 þotanna, sem Úkraína fékk að gjöf frá nokkrum Evrópuríkjum, dróst nokkuð á langinn vegna þeirrar tímafreku þjálfunar sem þarf til, bæði fyrir flugmenn og starfsmenn hersins á jörðu niðri, til að nota flugvélarnar. Mannleg mistök eða vélarbilun Ýjað hefur verið að því víða að flugvélin hafi verið skotin niður af Rússum en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. Líklegra sé að annað hvort hafi komið upp vélarbilun eða flugvélin hafi hrapað vegna mannlegra mistaka. Slysið hefur fengið mjög á Úkraínumenn enda hefur rússneski herinn á sama tíma sótt mjög á og náð undir sig nokkru landsvæði í austurhluta landsins. Rússar nálgast borgina Pokrovsk óðfluga og hefur stjórn úkraínska herisins og Selenskí sjálfur sætt mikilli gagnrýni. Rússar hafa svo mánuðum skiptir stefnt að því að ná Pokrovsk undir sitt vald. Staðsetning borgarinnar, sem er námuborg, er talin hernaðarlega mikilvæg. Síðustu mánuði hefur lítið gengið en á nokkrum vikum hafa Rússar nálgast markmiðið. Í gær var greint frá því að rússneski herinn væri minna en 10 kílómtera frá borginni og var hún rýmd í snarhasti. Um 60 þúsund bjuggu í borginni fyrir stríð. Eins gerðu Rússar loftárás á íbúahverfi í Kharkív í gær. Minnst fimm fórust, þar á meðal barn, og fjörutíu særðust. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
„Ég hef tekið ákvörðun um að skipta út yfirmanni flughersins... Ég verð ávallt þakklátur flugmönnunum í hernum okkar,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann birti í gærkvöldi. Í myndbandinu minntist Selenskí á nauðsyn þess að vernda líf þeirra sem vernda Úkraínu. Í ávarpinu greinir hann ekki frá ástæðunni fyrir ákvörðuninni að skipta út Mykola Oleshchuk en fólk hefur leitt af því líkum að hún byggi á hrapi F-16 þotu í fyrradag. Oleksiy Mes, flugmaður þotunnar, fórst í slysinu. Afhending F-16 þotanna, sem Úkraína fékk að gjöf frá nokkrum Evrópuríkjum, dróst nokkuð á langinn vegna þeirrar tímafreku þjálfunar sem þarf til, bæði fyrir flugmenn og starfsmenn hersins á jörðu niðri, til að nota flugvélarnar. Mannleg mistök eða vélarbilun Ýjað hefur verið að því víða að flugvélin hafi verið skotin niður af Rússum en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. Líklegra sé að annað hvort hafi komið upp vélarbilun eða flugvélin hafi hrapað vegna mannlegra mistaka. Slysið hefur fengið mjög á Úkraínumenn enda hefur rússneski herinn á sama tíma sótt mjög á og náð undir sig nokkru landsvæði í austurhluta landsins. Rússar nálgast borgina Pokrovsk óðfluga og hefur stjórn úkraínska herisins og Selenskí sjálfur sætt mikilli gagnrýni. Rússar hafa svo mánuðum skiptir stefnt að því að ná Pokrovsk undir sitt vald. Staðsetning borgarinnar, sem er námuborg, er talin hernaðarlega mikilvæg. Síðustu mánuði hefur lítið gengið en á nokkrum vikum hafa Rússar nálgast markmiðið. Í gær var greint frá því að rússneski herinn væri minna en 10 kílómtera frá borginni og var hún rýmd í snarhasti. Um 60 þúsund bjuggu í borginni fyrir stríð. Eins gerðu Rússar loftárás á íbúahverfi í Kharkív í gær. Minnst fimm fórust, þar á meðal barn, og fjörutíu særðust.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24
Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40
Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent