Blæs á gagnrýni á bjartari Friðarsúlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 12:31 Friðarsúlan verður tendruð samkvæmt áætlun 9. október, á afmælisdag John Lennon. Vísir/Vilhelm Friðarsúlan í Viðey mun skína skærar eftir að viðgerð á henni lýkur í september. Ristjóri Stjörnufræðivefsins gagnrýnir breytinguna en borgarfulltrúi segir verkið eiga enn meira erindi nú en áður og fólk hljóti að geta lifað með skærari geisla. Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“ Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Forysta menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs og -sviðs Reykjavíkurborgar hefur unnið að því síðustu ár að ná samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur og sjóð Yoko Ono, sem stóðu að uppsetningu Friðarsúlunnar, að ráðast í endurbætur á verkinu. Verið er að skipta út ljósabúnaði sem var úr sér genginn og óstöðugur og erfitt að fá varahluti í. Skúli Helgason borgarfulltrúi segir Friðarsúluna eiga meira erindi nú en oft áður.Vísir/Vilhelm „Bæði stóru ljósin og minni ljósin, þau eru LED-vædd í leiðinni. Í leiðinni er verið að gera upp sökkulinn eða það sem Yoko Ono kallar Óskabrunninn, sem hefur að geyma þessi fleygu orð „Hugsum okkur frið“,“ segir Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Áætlað er að verkið kosti tæpar 33 milljónir króna og eru framkvæmdir þegar hafnar. „Það sem þetta mu hafa í för með sér er að Friðarsúlan verður miklu bjartari og þéttari eftir þessar endurbætur.“ Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, gagnrýndi áformin á samfélagsmiðlinum X í gær og sagði þau ljósmengandi vitleysu. Þá gagnrýni ég bara þessa peningasóun. En dapurlegt að sjá 33 milljónum sólundað í þessa ljósmengandi vitleysu. Við lærum sífellt meira um skaðleg áhrif ljósmengunar á okkur sjálf og lífríki og aukum svo bara birtuna. 😭https://t.co/upUzHv49jV— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) August 30, 2024 „Friðarsúlan er auðvitað bara stórkostlega merkilegt tákn um frið og þann boðskap sem Yoko Ono og John Lennon breiddu út á sínum tíma, á sjöunda og áttunda áratugnum. Eins og staða heimsmála er í dag, bæði í Úkraínu og Palestínu, þá held ég að það sé engin spurning að Friðarsúlan á meira erindi en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli. „Ég held að við getum vel þolað það að friðarsúlan skíni bjartar, með fullri virðingu fyrir Sævari og öllum hans merku innleggjum í gegnum tíðina.“ Kveikja á, á súlunni samkvæmt áætlun. „Það verður að vera klárt 9. október þegar Friðarsúlan er tendruð á afmælisdegi Lennons.“
Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Borgarstjórn Viðey Tengdar fréttir Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31 Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. 31. ágúst 2024 09:31
Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. 30. ágúst 2024 15:31