Bjerringbro-Silkeborg vann átján marka sigur á ungverska félaginu FTC-Green Collect, 45-27, á heimavelli sínum.
Þeir eru að reyna að komast í sömu keppni og Valsmenn og það kemur fátt í veg fyrir það úr þessu að þeir spili þar í vetur.
Guðmundur Bragi er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku eftir að hafa verið að gera góða hluti hér heima með Haukum.
Guðmundur Bragi nýtti vel sínar mínútur undir lok leiksins og nýtti öll þrjú skotin sín í leiknum.
Hann skoraði eitt marka sinna úr víti og átti einnig eina stoðsendingu á félaga sína.
Nikolaj Læsö var markahæstur í liðinu með tólf mörk úr sextán skotum en reynsluboltinn Rasmus Lauge bætti við átta mörkum og sex stoðsendingum.