Raphinha með sýningu í risasigri Börsunga Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 17:01 Raphinha skoraði þrjú mörk í dag og lagði upp tvö í stórsigri Barcelona. Vísir/Getty Barcelona fer vel af stað í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið niðurlægði í dag lið Real Valladolid á heimavelli þar sem Brasilíumaðurinn Raphinha fór á kostum. Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki. Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Hveitibrauðsdagar Hansi Flick sem knattspyrnustjóri Barcelona virðast engan endi ætla að taka. Liðið vann í dag sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið mætti Real Valladolid á heimavelli. Það var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda í dag. Raphinha kom Barca í 1-0 á 20. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu heimaliðsins fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði eftir sendingu ungstirnisins Lamine Yamal. Jules Kounde skoraði síðan þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. The entire stadium is chanting "Captain, captain!" when Raphinha has the ball. pic.twitter.com/KaCQOXLeP9— Barça Universal (@BarcaUniversal) August 31, 2024 Í síðari hálfleik hélt sýningin svo áfram. Raphinha fullkomnaði þrennuna með tveimur mörkum á átta mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og Dani Olmo skoraði sjötta markið eftir sendingu Raphinha á 83. mínútu. Olmo var keyptur í sumar frá RB Leipzig eftir góða frammistöðu á Evrópumótinu þar sem Spánn varð Evrópumeistari. Ferran Torres setti síðan kirsuberið á kökuna á 85. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. Frábær frammistaða þess brasilíska í dag, þrjú mörk og tvær stoðsendingar. -Youngsters like Lamine Yamal shining-Veterans like Raphinha and Lewandowski rejuvenated-Seamless transition into the team for Dani Olmo-12/12 points to the start the season-Top of LALIGAHansi Flick is cooking something SPECIAL in Barcelona 🔥 pic.twitter.com/N49QCh3kIb— ESPN FC (@ESPNFC) August 31, 2024 Eftir sigurinn er Barcelona með tólf stig í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með fimm stiga forystu á Villareal sem á þó leik til góða. Real Madrid er í 5. sætinu með fimm stig eftir þrjá leiki.
Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira