Fótbolti

Atletico Madrid upp í annað sætið

Smári Jökull Jónsson skrifar
Leikmenn Atletico Madrid fagna sigurmarki Angel Correa.
Leikmenn Atletico Madrid fagna sigurmarki Angel Correa. Vísir/Getty

Atletico Madrid gerði góða ferð til Baskahéraðs í kvöld þegar liðið lagði Atheltic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fyrir leikinn var Atletico Madrid í 5. sæti eftir þrjár umferðir en lið Bilbao í 10. sætinu. Lærisveinar Diego Simeone þurftu á sigri að halda til að halda í við topplið Barcelona sem unnið hafði alla sína fjóra leiki í deildinni til þessa.

Það virtist lengi vel stefna í markalaust jafntefli í Bilbao í kvöld. Reyndar var mark dæmt af liði heimamanna í upphafi siðari hálfleiks en Nico Williams var þá dæmdur rangstæður og VAR greip inn í.

Eina mark leiksins kom síðan í uppbótartíma. Það skoraði Angel Correa fyrir Atletico Madrid þegar hann komst einn gegn Unai Simon í markinu eftir sendingu Alexander Sörloth. 

Sætur sigur Atletico í höfn sem þar með lyftir sér upp í annað sætið um stundarsakir að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×