56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 11:10 Víkingar spila leiki fram að jólum en þurfa ekki að ferðast neitt á meðan þeir klára Bestu deildina. Vísir/Diego Á föstudaginn kom í ljós hverjir verða mótherjar Íslandsmeistara Víkings í Sambandsdeildinni í vetur og nú er jafnframt komið í ljós hvenær Víkingar spila þessa sex leiki sína. Víkingar eru aðeins annað íslenska félagið í sögunni til að komast alla leið í Sambandsdeildina en deildin hefur tekið miklum breytingum frá því að Blikarnir spiluðu í fjögurra liða riðli í fyrra. Að þessu sinni spila Víkingar við sex ólíka andstæðinga, þrjá á heimavelli og þrjá á útivelli. Víkingar spila þessa leiki frá byrjun október fram að jólum. Fyrri hluta þess tíma eru þeir einnig að spila í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Fyrsti leikur Víkingsliðsins í Sambandsdeildinni verður á útivelli á móti Omonia frá Kýpur en hann fer fram 3. október. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst 22. september og Víkingar eiga að spila 29. september og 6. október eða sitt hvorum megin við þennan fyrsta leik þeirra. Næstu tveir leikir Víkinga í Sambandsdeildinni verða síðan á heimavelli, fyrst 24. október á móti Cercle Brugge frá Belgíu og svo 7. nóvember á móti Borac Banja Luka frá Bosníu. Það þýðir að næsti útileikur liðsins fer ekki fram fyrr en 28. nóvember eða löngu eftir að úrslitakeppni Bestu deildar karla lýkur. Lokumferð Íslandsmótsins á að fara fram 26. október. Alls líða því 56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni og það verður því ekkert meira um löng ferðalög á meðan þeir klára Bestu deildina. Víkingar spila 28. nóvember á móti Noah úti í Armeníu og síðan verður síðasti heimaleikurinn á móti Djurgården 12. desember. Lokaleikurinn er síðan á útivelli á móti LASK frá Austurríki 19. desember. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Víkingar eru aðeins annað íslenska félagið í sögunni til að komast alla leið í Sambandsdeildina en deildin hefur tekið miklum breytingum frá því að Blikarnir spiluðu í fjögurra liða riðli í fyrra. Að þessu sinni spila Víkingar við sex ólíka andstæðinga, þrjá á heimavelli og þrjá á útivelli. Víkingar spila þessa leiki frá byrjun október fram að jólum. Fyrri hluta þess tíma eru þeir einnig að spila í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Fyrsti leikur Víkingsliðsins í Sambandsdeildinni verður á útivelli á móti Omonia frá Kýpur en hann fer fram 3. október. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst 22. september og Víkingar eiga að spila 29. september og 6. október eða sitt hvorum megin við þennan fyrsta leik þeirra. Næstu tveir leikir Víkinga í Sambandsdeildinni verða síðan á heimavelli, fyrst 24. október á móti Cercle Brugge frá Belgíu og svo 7. nóvember á móti Borac Banja Luka frá Bosníu. Það þýðir að næsti útileikur liðsins fer ekki fram fyrr en 28. nóvember eða löngu eftir að úrslitakeppni Bestu deildar karla lýkur. Lokumferð Íslandsmótsins á að fara fram 26. október. Alls líða því 56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni og það verður því ekkert meira um löng ferðalög á meðan þeir klára Bestu deildina. Víkingar spila 28. nóvember á móti Noah úti í Armeníu og síðan verður síðasti heimaleikurinn á móti Djurgården 12. desember. Lokaleikurinn er síðan á útivelli á móti LASK frá Austurríki 19. desember. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira