Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Kristján Már Unnarsson skrifar 1. september 2024 23:00 Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri: „Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins.“ Egill Aðalsteinsson Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. Það er óumdeilt að fyrsta flugið var í Vatnsmýrinni í Reykjavík og þar sýnir formaður Íslenska flugsögufélagsins okkur minnisvarða sem á stendur: Fyrsta flug á Íslandi 3. 9. 1919. Fyrsta flugvél Íslendinga flaug úr í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1919. Hún var af gerðinni Avro 504.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn,” segir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, í fréttum Stöðvar 2. Og það er vitað nokkurn veginn hvar flugvélin hóf sig fyrst til flugs í Vatnsmýrinni. Sigurjón segir að með ljósmyndum sem teknar voru á fyrstu dögum flugsins sé nokkurn veginn hægt að festa staðsetninguna. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins: „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn.”Egill Aðalsteinsson Þessi fyrsta tilraun Íslendinga til flugs reyndist heldur endasleppt. Ári eftir stofnun þessa fyrsta Flugfélags Íslands var það komið í þrot. Næsta tilraun var einnig gerð í Reykjavík; með stofnun Flugfélags Íslands númer tvö árið 1928. En það fór á sama veg. Það fór líka á hausinn. En þá var röðin komin að Norðlendingum. Við Strandgötuna á Akureyri stendur minnisvarði í fjöruborðinu sem Flugleiðir gáfu árið 1987 í tilefni af hálfrar aldar sögu samfellds atvinnuflugs á Íslandi og er ákveðin viðurkenning á stórmerkum þætti Akureyringa í flugsögunni. Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands.Egill Aðalsteinsson Agnar Kofoed Hansen, nýkominn frá Danmörku úr flugnámi, átti frumkvæðið. „Hann kemur til manna í Reykjavík en fær engar undirtektir. Menn voru búnir að brenna sig tvisvar á því að setja peninga í flugfélag þar. Hann kemur til Akureyrar og fær góðar viðtökur hjá kaupfélagsstjóranum Vilhjálmi Þór,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Flugfélag Akureyrar var stofnað árið 1937, það keypti flugvélina TF-ÖRN og byggði flugskýli yfir hana við Hafnarstræti á Akureyri. „Þetta verður síðan Flugfélag Íslands, sem sameinast svo Loftleiðum 1973 og verður Flugleiðir og er í dag Icelandair,“ segir Hörður. TF-ÖRN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, af gerðinni WACO YKS-7. Hún telst jafnframt fyrsta flugvél Icelandair.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands En er þá hægt að segja að vagga atvinnuflugsins sé á Akureyri? „Agnar Kofoed Hansen segir sjálfur við vígslu Akureyrarflugvallar að hér sé vagga flugsins. Hann hafði auðvitað ekki gleymt því hvaðan fjármunirnir höfðu komið til þess að endurreisa flugið á Íslandi 1937,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. „Þannig að Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins. En ég vil einhvern veginn bara horfa svolítið á það að vagga flugsins er á mörgum stöðum. Ef þú ætlar að hafa vöggu flugsins bara á einum stað þá flýgurðu bara í hringi,“ segir Steinunn María. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar um Flugþjóðina, sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld klukkan 19:10, verður fjallað um bernskuár flugsins á Íslandi. Hér er kynningarstikla Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Það er óumdeilt að fyrsta flugið var í Vatnsmýrinni í Reykjavík og þar sýnir formaður Íslenska flugsögufélagsins okkur minnisvarða sem á stendur: Fyrsta flug á Íslandi 3. 9. 1919. Fyrsta flugvél Íslendinga flaug úr í Vatnsmýrinni í Reykjavík árið 1919. Hún var af gerðinni Avro 504.Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn,” segir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, í fréttum Stöðvar 2. Og það er vitað nokkurn veginn hvar flugvélin hóf sig fyrst til flugs í Vatnsmýrinni. Sigurjón segir að með ljósmyndum sem teknar voru á fyrstu dögum flugsins sé nokkurn veginn hægt að festa staðsetninguna. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins: „Þetta er mjög helgur staður fyrir flugáhugamenn.”Egill Aðalsteinsson Þessi fyrsta tilraun Íslendinga til flugs reyndist heldur endasleppt. Ári eftir stofnun þessa fyrsta Flugfélags Íslands var það komið í þrot. Næsta tilraun var einnig gerð í Reykjavík; með stofnun Flugfélags Íslands númer tvö árið 1928. En það fór á sama veg. Það fór líka á hausinn. En þá var röðin komin að Norðlendingum. Við Strandgötuna á Akureyri stendur minnisvarði í fjöruborðinu sem Flugleiðir gáfu árið 1987 í tilefni af hálfrar aldar sögu samfellds atvinnuflugs á Íslandi og er ákveðin viðurkenning á stórmerkum þætti Akureyringa í flugsögunni. Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands.Egill Aðalsteinsson Agnar Kofoed Hansen, nýkominn frá Danmörku úr flugnámi, átti frumkvæðið. „Hann kemur til manna í Reykjavík en fær engar undirtektir. Menn voru búnir að brenna sig tvisvar á því að setja peninga í flugfélag þar. Hann kemur til Akureyrar og fær góðar viðtökur hjá kaupfélagsstjóranum Vilhjálmi Þór,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Flugfélag Akureyrar var stofnað árið 1937, það keypti flugvélina TF-ÖRN og byggði flugskýli yfir hana við Hafnarstræti á Akureyri. „Þetta verður síðan Flugfélag Íslands, sem sameinast svo Loftleiðum 1973 og verður Flugleiðir og er í dag Icelandair,“ segir Hörður. TF-ÖRN, fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar, af gerðinni WACO YKS-7. Hún telst jafnframt fyrsta flugvél Icelandair.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands En er þá hægt að segja að vagga atvinnuflugsins sé á Akureyri? „Agnar Kofoed Hansen segir sjálfur við vígslu Akureyrarflugvallar að hér sé vagga flugsins. Hann hafði auðvitað ekki gleymt því hvaðan fjármunirnir höfðu komið til þess að endurreisa flugið á Íslandi 1937,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. „Þannig að Akureyringarnir halda svolítið fast í það að hér sé vagga flugsins. En ég vil einhvern veginn bara horfa svolítið á það að vagga flugsins er á mörgum stöðum. Ef þú ætlar að hafa vöggu flugsins bara á einum stað þá flýgurðu bara í hringi,“ segir Steinunn María. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar um Flugþjóðina, sem hefst á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld klukkan 19:10, verður fjallað um bernskuár flugsins á Íslandi. Hér er kynningarstikla Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Söfn Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44