Er ESB lausnin fyrir Ísland? Reynir Böðvarsson skrifar 2. september 2024 09:02 Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég get vel skilið þá sem horfa til nýs gjaldmiðils sem lausn allra vandamála við stjórn landsins. Það er náttúrulega ekki hægt að búa við þetta ófremdaraástand sem nú er þar sem vextir eru langt yfir því sem almenningur með húsnæðislán getur ráðið við og leiguverð er yfir öllu velsæmi. Ég skil vel að fólk í örvæntingu hrópi eftir einhverju hókus-pókus í þeirri von að komast út úr þessum þrengingum á einhvern hátt. Ég skil líka að tækifærissinnaður stjórnmálaflokkur ti hægri reyni að nýta sér þetta ástand til þess að fá upp fylgið eins og Viðreisn er að gera og hefur gert lengi. Spurningin er hvort til sé eitthvað annað sem Viðreisn berst fyrir og sem þolir dagsljós og opna umræðu, eins og til dæmis aukin einkavæðing á allt og öllu og þá helst líka Landsvirkjun? Því er náttúrulega ekki haldið á lofti þar sem vitað er að það mundi draga niður fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Vandamálið er bara að það tekur oft stuttan tíma að rífa niður en þeim mun lengri að byggja upp. Hægrinu í Svíþjóð er til dæmis að takast á tveimur áratugum að rífa niður það velferðarsamfélag sem verkalýðshreyfingin og vinstrið byggði upp á meir en hálfri öld. Það er hægt að losa um eignir almennings, sem tekið hefur marga áratugi að byggja upp, á örskömmum tíma en að undirbúa inngöngu í ESB og taka upp Evru tekur líklega áratug eða tvo. Nái Viðreisn og hægri armur Samfylkingarinnar afgerandi áhrifum eftir næstu kosningar gætum við staðið upp að loknu kjörtímabili með Landsvirkjun og vindmyllur útum allt í eigu braskara en við værum enn með okkar krónu og stæðum enn utan við ESB. Þetta er náttúrulega svartmálun en engu að síður möguleg þróun sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Það þarf ekki einusinni að selja Landsvirkjun, það nægir bara að markaðsvæða allt umverfi hennar og hún hættir þannig að sinna þörfum og væntingum eigenda sinna sem eru almenningur. Ítök peningavaldsins á Íslandi eru svo gífurleg að það virðist engu máli skipta hvað almenningur vill í hinum ýmsu málum, þróunin verður alltaf að virðist í þá átt sem fjármagnseigendur vilja, sama hvað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei básúnað út í kosningabaráttu að hann vilji einkavæða heilbrigðiskerfið en hann bara gerir það, þrátt fyrir að það hafi alltaf verið ljóst að almenningur vill það ekki. Verður það sama upp á teningnum þegar kemur að vindmyllum? Augljóst er að almenningur vill ekki vindmyllur út um alla koppa grundir en verður það samt sem áður það sem við sjáum eftir fimm eða tíu ár? Ég er á þeirri skoðun að öllu óbreyttu þá væri best fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Að öllu óbreyttu! Ef það er svo að það er ómögulegt að koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu og losna við spillinguna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga mestu sök á þá er þetta eina lausnin. Ég tel þó vænlegra fyrir Ísland, ef það væri mögulegt, að losna við þessa flokka frá ríkisstjórnarborðinu í að minnsta kosti þrjú kjörtímabil og koma á eðlilegu stjórnarfari í landinu. Eðlilegt stjórnarfar er ekki aukin eða áframhaldandi nýfrjálshyggja sem Viðreisn og flokkar til hægri standa fyrir, ekki heldur aukin þjóðernisremba Miðflokksins og hluta Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn er vita gagnlaus flokkur sem virðist bara hafa það sem markmið að fá að vera með og fyrirbærið Flokkur fólksins er ein kúnstug kona. Píratar geta svo sannarlega komið að gagni með sína áherslur á gagnsæi og vandaða stjórnsýslu. Mikilvægast er þó aðhald frá vinstri, sterkt aðhald frá vinstri! Eini marktæki stjórnmálaflokkurinn á Íslandi til þess að axla þá ábyrgð er Sósíalistaflokkur Íslands og það er að mínu mati nauðsynlegt að hann fái gott fylgi ef takast á að koma Íslandi út úr því öngþveiti sem við erum í stjórnarfarslega. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun