Áfram með smjörið Tinna Sigurðardóttir skrifar 2. september 2024 08:31 Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun