Unglingaslagsmál á Selfossi á borði lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 2. september 2024 10:10 Slagsmálin voru við Ölfusárbrú á Selfossi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar slagsmál unglinga undir Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi. Íbúi í bænum fullyrðir að fjórir til fimm grímuklæddir hafi ráðist að einum. Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira