Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Árni Sæberg skrifar 2. september 2024 15:36 Símasendi Vodafone ofan á Dyrhólaey má sjá ef vel er rýnt í myndina. Ívar Guðnason Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar. Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Alvarleg rafmagnsbilun varð í Mýrdal í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Vík og stórum hluta Mýrdals. Strax var farið í það að koma varaafli á svæðið og undir morgun var varafl komið á í Vík en ekki sveitakerfið í Mýrdal. Óheppilegur fylgifiskur rafmagnsleysisins var að rafmagn fór af símasendum á Dyrhólaey og víðar í sveitinni. Að sögn Ívars Guðnasonar í Þórisholti dugði varaafl símasendanna í einhvern tíma en í nótt hafi símasamband víða í Mýrdal farið af. Það hafi ekki komið á fyrr en klukkan 13 í dag. Tvö þúsund ferðamenn án símasambands Þetta segir Ívar alveg óboðlegt, sér í lagi í ljósi þess að landeigendur við Reynisfjöru taka á móti ríflega tvö þúsund ferðamönnum á degi hverjum. Þá sé fjöldi fyrirtækja á svæðinu, þar á meðal hans eigin, sem ekkert hafi veri hægt að ná í fram eftir degi. „Við erum mjög stressaðir yfir þessu hérna,“ segir hann. Mikið hefur verið rætt og skrifað um öryggismál í Reynisfjöru og nágrenni undanfarin ár, þá helst vegna þess að ferðamenn fara iðullega óvarlega í flæðamálinu og ófáir þeirra hafa komist í hann krappann svo kalla hefur þurft til viðbragðsaðila. Þess vegna telur Ívar sérlega óheppilegt, og raunar óboðlegt, að ferðamennirnir tvö þúsund séu án símasambands og geti því ekki hringt á Neyðarlínuna. Krefst umbóta „Þetta má ekki gerast, að það verði símasambandslaust hér ef það verður rafmagnslaust hér í lengri tíma. Þetta er bara ekki í lagi,“ segir Ívar og krefst þess að fjarskiptafyrirtækin sem reka sendana á Dyrhólaey og víðar í sveitinni, meðal annars Vodafone, bæti úr. Misvísandi skilaboð Að sögn Sigurbjörns Eiríkssonar, forstöðumanns innviða hjá Sýn, urðu misvísandi skilaboð frá RARIK, varðandi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara, til þess að ákveðið var að fara ekki með viðbótarvaraaflstöðvar inn á svæðið sem varð rafmagnslaust. Rafmagnsleysið hafi varað talsvert lengur en gert hafði verið ráð fyrir og því hafi sendar sem búnir eru vararafhlöðu dottið út einn af öðrum frá miðnætti og fram á nótt. Þeir hafi verið komnir aftur í gang á milli 12 og 13. Sýn sé með fastar varaaflstöðvar á lykilstöðum sem þjónusti farnet, UHF og FM. Sýn sé með farnetsbúnað á sex sendastöðum á svæðinu þar sem rafmagnstruflana varð vart. Þá segir Sigurbjörn að áhersla hafi verið lögð á að halda farnetinu gangandi við þjóðveginn í gegnum Mýrdal, enda hafi verið talið mikilvægast að halda sambandi þar. Vodafone og Vísir eru í eigu Sýnar.
Fjarskipti Mýrdalshreppur Sýn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira