Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 21:32 Þorvaldur segir fyrsta skrefið hafa verið tekið. Vísir/Stöð 2 „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. Í dag var greint frá því að svokallað hybrid gras, blanda af grasi og gervigrasi, yrði lögð á Laugardalsvöll. Þá yrði völlurinn alfarið tileinkaður fótbolta. „Ég og Freyr (Ólafsson, formaður FRÍ) í Frjálsíþróttasambandinu höfum átt gott samtal og höfum komið virkilega góðri hreyfingu á málið með ráðherrum,“ bætti Þorvaldur við. Ífyrramálið, þriðjudag, birtist viðtal við Frey hér á Vísi. Þorvaldur segir þetta mál hafa átt hug hans allan sem og tíma síðan hann var kosinn í embætti. „Síðan hefur okkar ágæti Einar borgarstjóri verið mjög hjálplegur í því. Bjarni er gamall fótboltamaður og hjálpar okkur í þessu öllu sem og allir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar líka, held að öll séu mjög jákvæð á að klára þetta.“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Hvernig voru samtölin við FRÍ og hvað er verið að líta á til framtíðar hvað varðar þjóðarleikvang knattspyrnu annars vegar og frjálsra íþrótta hins vegar? „Ef við horfum á völlinn núna er ekkert að gerast hvorki knattspyrnuna né frjálsíþrótta-sambandið. Til að við horfum fram veginn þurfum við að láta boltann rúlla saman og nú fær frjálsíþróttasambandið vonandi sinn eigin heimavöll á næstu árum. Að sama skapi getum við horft til framtíðar með að hafa knattspyrnuna hér.“ „Hybrid-gras er byrjunin og svo erum við í að horfa á að endurnýja byggingar og annað. Það segir sig sjálft að ef maður byrjar með svona verkefni þá horfir maður til lengri tíma en með mjög jákvæðum huga.“ Um undirlag Laugardalsvallar „Erum með undirlag frá 1958 og gras síðan ég veit ekki hvenær. Erum ekki með undirhita búandi á Íslandi, það er 2024 og að við höfum verið stopp í svona mörg ár er svolítið sorglegt.“ Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring.Vísir/Vilhelm „Það sem var jákvæðast við allt þegar við fórum af stað var hvað hljómgrunnurinn var jákvæður með þær hugmyndir sem við settum fram. Raunhæfar hugmyndir sem öll geta sætt sig við en að sama skapi sjá menn fram á að hér verði mjög góður og fallegur völlur.“ „Þetta er þjóðarleikvangurinn, auðvitað talar fólk um hvort annarstaðar eigi að vera annar völlur en það er langtímaplan. Þetta er framtíðarplanið okkar hér.“ „Margar góðar og skemmtilegar minningar, bæði sem leikmaður og áhorfandi. Þetta er góður staður að vera á og gaman að vera hér en það er óþarfi að hafa sömu búningsklefa og þegar ég var að spila,“ sagði Þorvaldur brosandi. Aukinn fjöldi Evrópuleikja og A-landslið kvenna á Kópavogsvelli Staðan á Laugardalsvelli var orðin það slæm að A-landslið kvenna þurfti að leika á Kópavogsvelli og hefur tímabilið karla megin lengst til muna með þátttöku Breiðabliks og síðar í ár Víkings í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Við þurfum að horfa til framtíðar. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir Knattspyrnusambandið heldur alla hreyfinguna. Við sáum það þá - þegar Breiðablik tók þátt í riðlakeppni - að við þurfum að gera eitthvað.“ „Ég veit að öll félögin eru tilbúin að hjálpast að, á einhverjum tímapunkti verður hikst með að færa leiki en við aðlögum okkur að því sem hreyfing og vinnum saman. Þetta eru hagsmunir allra.“ Klippa: Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Að endingu sagðist Þorvaldur vonast til að framkvæmdir hefjist í haust. „Vonast til að við getum byrjað að grafa og moka. Maður mætir hér með skóflu en við skulum sjá. Það er komið skref, nú byrjum við næsta. Við erum komin af stað.“ Jafnframt sagði formaðurinn að sambandið væri að vinna með Víkingum í hvar liðið myndi spila heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu þar sem Laugardalsvöllur væri ekki leikfær. Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Í dag var greint frá því að svokallað hybrid gras, blanda af grasi og gervigrasi, yrði lögð á Laugardalsvöll. Þá yrði völlurinn alfarið tileinkaður fótbolta. „Ég og Freyr (Ólafsson, formaður FRÍ) í Frjálsíþróttasambandinu höfum átt gott samtal og höfum komið virkilega góðri hreyfingu á málið með ráðherrum,“ bætti Þorvaldur við. Ífyrramálið, þriðjudag, birtist viðtal við Frey hér á Vísi. Þorvaldur segir þetta mál hafa átt hug hans allan sem og tíma síðan hann var kosinn í embætti. „Síðan hefur okkar ágæti Einar borgarstjóri verið mjög hjálplegur í því. Bjarni er gamall fótboltamaður og hjálpar okkur í þessu öllu sem og allir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar líka, held að öll séu mjög jákvæð á að klára þetta.“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Hvernig voru samtölin við FRÍ og hvað er verið að líta á til framtíðar hvað varðar þjóðarleikvang knattspyrnu annars vegar og frjálsra íþrótta hins vegar? „Ef við horfum á völlinn núna er ekkert að gerast hvorki knattspyrnuna né frjálsíþrótta-sambandið. Til að við horfum fram veginn þurfum við að láta boltann rúlla saman og nú fær frjálsíþróttasambandið vonandi sinn eigin heimavöll á næstu árum. Að sama skapi getum við horft til framtíðar með að hafa knattspyrnuna hér.“ „Hybrid-gras er byrjunin og svo erum við í að horfa á að endurnýja byggingar og annað. Það segir sig sjálft að ef maður byrjar með svona verkefni þá horfir maður til lengri tíma en með mjög jákvæðum huga.“ Um undirlag Laugardalsvallar „Erum með undirlag frá 1958 og gras síðan ég veit ekki hvenær. Erum ekki með undirhita búandi á Íslandi, það er 2024 og að við höfum verið stopp í svona mörg ár er svolítið sorglegt.“ Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring.Vísir/Vilhelm „Það sem var jákvæðast við allt þegar við fórum af stað var hvað hljómgrunnurinn var jákvæður með þær hugmyndir sem við settum fram. Raunhæfar hugmyndir sem öll geta sætt sig við en að sama skapi sjá menn fram á að hér verði mjög góður og fallegur völlur.“ „Þetta er þjóðarleikvangurinn, auðvitað talar fólk um hvort annarstaðar eigi að vera annar völlur en það er langtímaplan. Þetta er framtíðarplanið okkar hér.“ „Margar góðar og skemmtilegar minningar, bæði sem leikmaður og áhorfandi. Þetta er góður staður að vera á og gaman að vera hér en það er óþarfi að hafa sömu búningsklefa og þegar ég var að spila,“ sagði Þorvaldur brosandi. Aukinn fjöldi Evrópuleikja og A-landslið kvenna á Kópavogsvelli Staðan á Laugardalsvelli var orðin það slæm að A-landslið kvenna þurfti að leika á Kópavogsvelli og hefur tímabilið karla megin lengst til muna með þátttöku Breiðabliks og síðar í ár Víkings í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Við þurfum að horfa til framtíðar. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir Knattspyrnusambandið heldur alla hreyfinguna. Við sáum það þá - þegar Breiðablik tók þátt í riðlakeppni - að við þurfum að gera eitthvað.“ „Ég veit að öll félögin eru tilbúin að hjálpast að, á einhverjum tímapunkti verður hikst með að færa leiki en við aðlögum okkur að því sem hreyfing og vinnum saman. Þetta eru hagsmunir allra.“ Klippa: Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Að endingu sagðist Þorvaldur vonast til að framkvæmdir hefjist í haust. „Vonast til að við getum byrjað að grafa og moka. Maður mætir hér með skóflu en við skulum sjá. Það er komið skref, nú byrjum við næsta. Við erum komin af stað.“ Jafnframt sagði formaðurinn að sambandið væri að vinna með Víkingum í hvar liðið myndi spila heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu þar sem Laugardalsvöllur væri ekki leikfær. Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Frjálsar íþróttir Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn