Ísland og alþjóðasáttmálar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 3. september 2024 17:59 Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu NATO Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun