Bjóða bændum þyrluflug í smalamennsku fyrir slikk Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2024 12:02 HeliAir Iceland gerir út tvær þyrlur. HeliAir Þyrluflugfélagið HeliAir Iceland hefur boðist til að létta bændum við Eyjafjörð smalamennskuna þetta haustið. Bændum býðst þyrluflug upp á fjöll og lengst inn í dali Tröllaskaga fyrir tvöþúsund krónur túrinn á mann. „Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015: Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
„Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015:
Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18