Þjóðarátak, hvað svo? Davíð Bergmann skrifar 4. september 2024 12:31 Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. Hverju þau skila til langs tíma finnst mér vera eitthvað sem við ættum að horfa til. Ég er samt meira inni í þeirri hugmyndafræði að takast á við svona vá sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig frekar en fara í átak, þannig held ég að við náum betri árangri og sér í lagi í svona viðkvæmum málaflokki, en til þess að það takist þarf að vera gott stoðþjónustukerfi í landinu. Sá hryllilegi harmleikur sem gerðist á menningarnótt varð til þess að við vöknuðum en ég minni á að það hefur ítrekað verið minnst á hvert við værum að stefna í þessum málum af fullt af aðilum í gegnum árin, m.a. hef ég gert það. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum í gegnum tíðina um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hér landi, farið í mörg tilgangslaus viðtöl í útvarpi svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla rétt að vona að þetta átak verði ekki notað í pólitískum tilgangi til að berja sér á brjóst því ef það verður gert er það andskoti hart í ljósi þess að á þetta hefur verið bent í áratugi hvert við höfum verið að stefna. Því miður hefur það verið þannig í gegnum tíðina að fórnirnar hafa verið dýrar áður en nokkuð er gert og gripið til aðgerða, það hefur sagan sýnt okkur í gegnum árin hér á landi. En til hverra ætlum við að ná í þetta sinn? Verða það „Nonna norm“-krakkarnir sem ráða vel við lífið og koma til með að nýta sér fjórðu iðnbyltinguna í framtíðinni. Þessi sem fara flest ósködduð inn í fullorðinsárin, ekki með vonda skólareynslu á bakinu eða langa áfallasögu? Eða ætlum við að beina spjótunum okkar að þessu sinni að „Lúllunum okkar lúser“ sem munu eiga í meiri erfiðleikum með að fóta sig í fjórðu iðnbyltingunni? Hvor hópurinn er líklegri til að ganga með hníf á sér: Nonnahópurinn eða Lúllahópurinn? Refsing og fræðsla Ég hef aldrei verið talsmaður þess að beita hörðum refsingum þegar ungmenni eiga í hlut en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að höfða til ábyrgðar tilfinninga þeirra sem brjóta af sér og það gerum við með fræðslu. Til að það virki þarf að dæma til fræðslu, hún á ekki að vera valkostur og það er möguleiki að flétta slíku inn í meðferðaráætlun hjá einstaklingi sem þarf á hjálp að halda. Enn aftur langar mig að minna á að það getur rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Ég hef ekki verið talsmaður unglingafangelsa eða hraðra refsinga en ég er talsmaður fræðslu. Þegar ég var í hópastarfi fyrir nokkrum árum fyrir unga drengi sem voru að feta sig inn á afbrotabraut þá fór ég með þá á vettvang og leyfði þeim að kynnast því hvað það er í raun og veru að vera afbrotamaður og hvaða fórnir þú þarft að færa til að þrífast innan þess heims. Ég talaði ekki við þá yfir skrifborð heldur leyfði þeim að takast á við verkefni og fyrst og fremst við sjálfan sig. Til að mynda fór ég með þá á fund við lækna sem útskýrðu fyrir þeim hverjar alvöru afleiðingar stungusára eru og ofbeldis almennt og þeir fengu mjög góða fræðslu. Eins fengu þeir hana líka hjá sjúkraflutningamönnum sem útskýrðu fyrir þeim hvað er stutt á milli lífs og dauða þegar alvarlegt ofbeldi á sér stað. Þetta langaði mig að ræða við núverandi dómsmálaráðherra og ég óskaði eftir viðtali við hana í apríl og hún hefur ekki mikið sem einu sinni svarað því í dag. Ég hef skorað á hana að mæta mér í viðtal í útvarpinu og eins hef ég sent velferðarnefnd þingsins mörg erindi í gegnum tíðina til að ræða það hvernig við getum komið með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og fjármögnun þeirra en þeim erindum hefur ekki heldur verið svarað. Ég veit ekki af hverju, kannski er það vegna þess að ég hef ekki gráðu úr háskóla og ég trúi því að hugmyndafræðin „Learning by doing“ sé málið ekki bara viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum. En trúið mér, ég vona svo innilega að þetta þjóðarátak muni skila sínu til framtíðar og að það verði til þess að við komum með nýja nálgun á þennan málaflokk svo ég segi það enn og aftur. Ég minni á að það þarf ekki að finna upp hjólið í þessu, það er til fjöldinn allur af fyrirmyndum til að takast á við þetta viðfangsefni eins og „youth offending team“ í Bretlandi; það held ég að muni nýtast mjög vel þegar það þarf að dæma til fræðslu og meðferðar vegna vopnburðar ungmenna og þegar þau beita alvarlegu ofbeldi. Höfundur er unglingaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Börn og uppeldi Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. Hverju þau skila til langs tíma finnst mér vera eitthvað sem við ættum að horfa til. Ég er samt meira inni í þeirri hugmyndafræði að takast á við svona vá sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig frekar en fara í átak, þannig held ég að við náum betri árangri og sér í lagi í svona viðkvæmum málaflokki, en til þess að það takist þarf að vera gott stoðþjónustukerfi í landinu. Sá hryllilegi harmleikur sem gerðist á menningarnótt varð til þess að við vöknuðum en ég minni á að það hefur ítrekað verið minnst á hvert við værum að stefna í þessum málum af fullt af aðilum í gegnum árin, m.a. hef ég gert það. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum í gegnum tíðina um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hér landi, farið í mörg tilgangslaus viðtöl í útvarpi svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla rétt að vona að þetta átak verði ekki notað í pólitískum tilgangi til að berja sér á brjóst því ef það verður gert er það andskoti hart í ljósi þess að á þetta hefur verið bent í áratugi hvert við höfum verið að stefna. Því miður hefur það verið þannig í gegnum tíðina að fórnirnar hafa verið dýrar áður en nokkuð er gert og gripið til aðgerða, það hefur sagan sýnt okkur í gegnum árin hér á landi. En til hverra ætlum við að ná í þetta sinn? Verða það „Nonna norm“-krakkarnir sem ráða vel við lífið og koma til með að nýta sér fjórðu iðnbyltinguna í framtíðinni. Þessi sem fara flest ósködduð inn í fullorðinsárin, ekki með vonda skólareynslu á bakinu eða langa áfallasögu? Eða ætlum við að beina spjótunum okkar að þessu sinni að „Lúllunum okkar lúser“ sem munu eiga í meiri erfiðleikum með að fóta sig í fjórðu iðnbyltingunni? Hvor hópurinn er líklegri til að ganga með hníf á sér: Nonnahópurinn eða Lúllahópurinn? Refsing og fræðsla Ég hef aldrei verið talsmaður þess að beita hörðum refsingum þegar ungmenni eiga í hlut en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að höfða til ábyrgðar tilfinninga þeirra sem brjóta af sér og það gerum við með fræðslu. Til að það virki þarf að dæma til fræðslu, hún á ekki að vera valkostur og það er möguleiki að flétta slíku inn í meðferðaráætlun hjá einstaklingi sem þarf á hjálp að halda. Enn aftur langar mig að minna á að það getur rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Ég hef ekki verið talsmaður unglingafangelsa eða hraðra refsinga en ég er talsmaður fræðslu. Þegar ég var í hópastarfi fyrir nokkrum árum fyrir unga drengi sem voru að feta sig inn á afbrotabraut þá fór ég með þá á vettvang og leyfði þeim að kynnast því hvað það er í raun og veru að vera afbrotamaður og hvaða fórnir þú þarft að færa til að þrífast innan þess heims. Ég talaði ekki við þá yfir skrifborð heldur leyfði þeim að takast á við verkefni og fyrst og fremst við sjálfan sig. Til að mynda fór ég með þá á fund við lækna sem útskýrðu fyrir þeim hverjar alvöru afleiðingar stungusára eru og ofbeldis almennt og þeir fengu mjög góða fræðslu. Eins fengu þeir hana líka hjá sjúkraflutningamönnum sem útskýrðu fyrir þeim hvað er stutt á milli lífs og dauða þegar alvarlegt ofbeldi á sér stað. Þetta langaði mig að ræða við núverandi dómsmálaráðherra og ég óskaði eftir viðtali við hana í apríl og hún hefur ekki mikið sem einu sinni svarað því í dag. Ég hef skorað á hana að mæta mér í viðtal í útvarpinu og eins hef ég sent velferðarnefnd þingsins mörg erindi í gegnum tíðina til að ræða það hvernig við getum komið með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og fjármögnun þeirra en þeim erindum hefur ekki heldur verið svarað. Ég veit ekki af hverju, kannski er það vegna þess að ég hef ekki gráðu úr háskóla og ég trúi því að hugmyndafræðin „Learning by doing“ sé málið ekki bara viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum. En trúið mér, ég vona svo innilega að þetta þjóðarátak muni skila sínu til framtíðar og að það verði til þess að við komum með nýja nálgun á þennan málaflokk svo ég segi það enn og aftur. Ég minni á að það þarf ekki að finna upp hjólið í þessu, það er til fjöldinn allur af fyrirmyndum til að takast á við þetta viðfangsefni eins og „youth offending team“ í Bretlandi; það held ég að muni nýtast mjög vel þegar það þarf að dæma til fræðslu og meðferðar vegna vopnburðar ungmenna og þegar þau beita alvarlegu ofbeldi. Höfundur er unglingaráðgjafi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun