Þjóðarátak, hvað svo? Davíð Bergmann skrifar 4. september 2024 12:31 Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. Hverju þau skila til langs tíma finnst mér vera eitthvað sem við ættum að horfa til. Ég er samt meira inni í þeirri hugmyndafræði að takast á við svona vá sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig frekar en fara í átak, þannig held ég að við náum betri árangri og sér í lagi í svona viðkvæmum málaflokki, en til þess að það takist þarf að vera gott stoðþjónustukerfi í landinu. Sá hryllilegi harmleikur sem gerðist á menningarnótt varð til þess að við vöknuðum en ég minni á að það hefur ítrekað verið minnst á hvert við værum að stefna í þessum málum af fullt af aðilum í gegnum árin, m.a. hef ég gert það. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum í gegnum tíðina um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hér landi, farið í mörg tilgangslaus viðtöl í útvarpi svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla rétt að vona að þetta átak verði ekki notað í pólitískum tilgangi til að berja sér á brjóst því ef það verður gert er það andskoti hart í ljósi þess að á þetta hefur verið bent í áratugi hvert við höfum verið að stefna. Því miður hefur það verið þannig í gegnum tíðina að fórnirnar hafa verið dýrar áður en nokkuð er gert og gripið til aðgerða, það hefur sagan sýnt okkur í gegnum árin hér á landi. En til hverra ætlum við að ná í þetta sinn? Verða það „Nonna norm“-krakkarnir sem ráða vel við lífið og koma til með að nýta sér fjórðu iðnbyltinguna í framtíðinni. Þessi sem fara flest ósködduð inn í fullorðinsárin, ekki með vonda skólareynslu á bakinu eða langa áfallasögu? Eða ætlum við að beina spjótunum okkar að þessu sinni að „Lúllunum okkar lúser“ sem munu eiga í meiri erfiðleikum með að fóta sig í fjórðu iðnbyltingunni? Hvor hópurinn er líklegri til að ganga með hníf á sér: Nonnahópurinn eða Lúllahópurinn? Refsing og fræðsla Ég hef aldrei verið talsmaður þess að beita hörðum refsingum þegar ungmenni eiga í hlut en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að höfða til ábyrgðar tilfinninga þeirra sem brjóta af sér og það gerum við með fræðslu. Til að það virki þarf að dæma til fræðslu, hún á ekki að vera valkostur og það er möguleiki að flétta slíku inn í meðferðaráætlun hjá einstaklingi sem þarf á hjálp að halda. Enn aftur langar mig að minna á að það getur rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Ég hef ekki verið talsmaður unglingafangelsa eða hraðra refsinga en ég er talsmaður fræðslu. Þegar ég var í hópastarfi fyrir nokkrum árum fyrir unga drengi sem voru að feta sig inn á afbrotabraut þá fór ég með þá á vettvang og leyfði þeim að kynnast því hvað það er í raun og veru að vera afbrotamaður og hvaða fórnir þú þarft að færa til að þrífast innan þess heims. Ég talaði ekki við þá yfir skrifborð heldur leyfði þeim að takast á við verkefni og fyrst og fremst við sjálfan sig. Til að mynda fór ég með þá á fund við lækna sem útskýrðu fyrir þeim hverjar alvöru afleiðingar stungusára eru og ofbeldis almennt og þeir fengu mjög góða fræðslu. Eins fengu þeir hana líka hjá sjúkraflutningamönnum sem útskýrðu fyrir þeim hvað er stutt á milli lífs og dauða þegar alvarlegt ofbeldi á sér stað. Þetta langaði mig að ræða við núverandi dómsmálaráðherra og ég óskaði eftir viðtali við hana í apríl og hún hefur ekki mikið sem einu sinni svarað því í dag. Ég hef skorað á hana að mæta mér í viðtal í útvarpinu og eins hef ég sent velferðarnefnd þingsins mörg erindi í gegnum tíðina til að ræða það hvernig við getum komið með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og fjármögnun þeirra en þeim erindum hefur ekki heldur verið svarað. Ég veit ekki af hverju, kannski er það vegna þess að ég hef ekki gráðu úr háskóla og ég trúi því að hugmyndafræðin „Learning by doing“ sé málið ekki bara viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum. En trúið mér, ég vona svo innilega að þetta þjóðarátak muni skila sínu til framtíðar og að það verði til þess að við komum með nýja nálgun á þennan málaflokk svo ég segi það enn og aftur. Ég minni á að það þarf ekki að finna upp hjólið í þessu, það er til fjöldinn allur af fyrirmyndum til að takast á við þetta viðfangsefni eins og „youth offending team“ í Bretlandi; það held ég að muni nýtast mjög vel þegar það þarf að dæma til fræðslu og meðferðar vegna vopnburðar ungmenna og þegar þau beita alvarlegu ofbeldi. Höfundur er unglingaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Börn og uppeldi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það hafa verið nokkur þjóðarátök sem við höfum farið í við Íslendingar í gegnum tíðina eins og að vinna gegn áfengisdrykkju ungmenna og Vímulaust Ísland árið 2000, bara svo ég nefni tvennt af fjölmörgu. Nú ætlum við í enn eitt þjóðarátakið en það er gegn hnífaburði ungmenna. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti þjóðarátökum hins vegar. Hverju þau skila til langs tíma finnst mér vera eitthvað sem við ættum að horfa til. Ég er samt meira inni í þeirri hugmyndafræði að takast á við svona vá sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig frekar en fara í átak, þannig held ég að við náum betri árangri og sér í lagi í svona viðkvæmum málaflokki, en til þess að það takist þarf að vera gott stoðþjónustukerfi í landinu. Sá hryllilegi harmleikur sem gerðist á menningarnótt varð til þess að við vöknuðum en ég minni á að það hefur ítrekað verið minnst á hvert við værum að stefna í þessum málum af fullt af aðilum í gegnum árin, m.a. hef ég gert það. Ég hef skrifað fjöldann allan af greinum í gegnum tíðina um að koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna hér landi, farið í mörg tilgangslaus viðtöl í útvarpi svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla rétt að vona að þetta átak verði ekki notað í pólitískum tilgangi til að berja sér á brjóst því ef það verður gert er það andskoti hart í ljósi þess að á þetta hefur verið bent í áratugi hvert við höfum verið að stefna. Því miður hefur það verið þannig í gegnum tíðina að fórnirnar hafa verið dýrar áður en nokkuð er gert og gripið til aðgerða, það hefur sagan sýnt okkur í gegnum árin hér á landi. En til hverra ætlum við að ná í þetta sinn? Verða það „Nonna norm“-krakkarnir sem ráða vel við lífið og koma til með að nýta sér fjórðu iðnbyltinguna í framtíðinni. Þessi sem fara flest ósködduð inn í fullorðinsárin, ekki með vonda skólareynslu á bakinu eða langa áfallasögu? Eða ætlum við að beina spjótunum okkar að þessu sinni að „Lúllunum okkar lúser“ sem munu eiga í meiri erfiðleikum með að fóta sig í fjórðu iðnbyltingunni? Hvor hópurinn er líklegri til að ganga með hníf á sér: Nonnahópurinn eða Lúllahópurinn? Refsing og fræðsla Ég hef aldrei verið talsmaður þess að beita hörðum refsingum þegar ungmenni eiga í hlut en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að höfða til ábyrgðar tilfinninga þeirra sem brjóta af sér og það gerum við með fræðslu. Til að það virki þarf að dæma til fræðslu, hún á ekki að vera valkostur og það er möguleiki að flétta slíku inn í meðferðaráætlun hjá einstaklingi sem þarf á hjálp að halda. Enn aftur langar mig að minna á að það getur rúmast innan 57. greinar almennra hegningarlaga. Ég hef ekki verið talsmaður unglingafangelsa eða hraðra refsinga en ég er talsmaður fræðslu. Þegar ég var í hópastarfi fyrir nokkrum árum fyrir unga drengi sem voru að feta sig inn á afbrotabraut þá fór ég með þá á vettvang og leyfði þeim að kynnast því hvað það er í raun og veru að vera afbrotamaður og hvaða fórnir þú þarft að færa til að þrífast innan þess heims. Ég talaði ekki við þá yfir skrifborð heldur leyfði þeim að takast á við verkefni og fyrst og fremst við sjálfan sig. Til að mynda fór ég með þá á fund við lækna sem útskýrðu fyrir þeim hverjar alvöru afleiðingar stungusára eru og ofbeldis almennt og þeir fengu mjög góða fræðslu. Eins fengu þeir hana líka hjá sjúkraflutningamönnum sem útskýrðu fyrir þeim hvað er stutt á milli lífs og dauða þegar alvarlegt ofbeldi á sér stað. Þetta langaði mig að ræða við núverandi dómsmálaráðherra og ég óskaði eftir viðtali við hana í apríl og hún hefur ekki mikið sem einu sinni svarað því í dag. Ég hef skorað á hana að mæta mér í viðtal í útvarpinu og eins hef ég sent velferðarnefnd þingsins mörg erindi í gegnum tíðina til að ræða það hvernig við getum komið með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna og fjármögnun þeirra en þeim erindum hefur ekki heldur verið svarað. Ég veit ekki af hverju, kannski er það vegna þess að ég hef ekki gráðu úr háskóla og ég trúi því að hugmyndafræðin „Learning by doing“ sé málið ekki bara viðtalsmeðferðir hjá sálfræðingum. En trúið mér, ég vona svo innilega að þetta þjóðarátak muni skila sínu til framtíðar og að það verði til þess að við komum með nýja nálgun á þennan málaflokk svo ég segi það enn og aftur. Ég minni á að það þarf ekki að finna upp hjólið í þessu, það er til fjöldinn allur af fyrirmyndum til að takast á við þetta viðfangsefni eins og „youth offending team“ í Bretlandi; það held ég að muni nýtast mjög vel þegar það þarf að dæma til fræðslu og meðferðar vegna vopnburðar ungmenna og þegar þau beita alvarlegu ofbeldi. Höfundur er unglingaráðgjafi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun