Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 14:24 Bandarískir hermenn hafa verið í Írak allt frá innrásinni 2003. Nú eru þeir um 2.500 talsins og fara fram viðræður um veru þeirra þar. Getty/Yunus Keles Bandarískir og írakskir sérsveitarmenn gerðu í síðustu viku áhlaup á nokkra staði í vesturhluta Íraks og felldu þeir minnst fjórtán vígamenn Íslamska ríkisins. Aðgerðin er sögð sú umfangsmesta gegn ISIS í Írak um nokkurra ára skeið en hún var framkvæmd á sama tíma og yfirvöld Bandaríkjanna og Íraks ræða það hvernig binda eigi enda á viðveru bandarískra hermanna í Írak eða draga verulega úr henni. Í heildina komu rúmlega tvö hundruð hermenn frá báðum ríkjum að aðgerðunum og var markmiðið að grafa undan getu ISIS-liða til að gera árásir í Írak og víðar auk þess sem reynt var að góma háttsettan leiðtoga samtakanna sem talinn er vera á svæðinu. Sá er sagður stýra aðgerðum ISIS í Mið-Austurlöndum og Evrópu. Sjö bandarískir hermenn særðust, samkvæmt frétt New York Times, en heimildarmenn miðilsins vildu ekki nafngreina áðurnefndan leiðtoga sem reynt var að góma á meðan verið er að greina lífsýni úr þeim vígamönnum sem felldir voru. Í dag eru um 2.500 hermenn í Írak og um 900 í Sýrlandi, þar sem þeir starfa náið með sýrlenskum Kúrdum í SDF. Þann 1. september gómuðu Bandaríkjamenn og SDF háttsettan leiðtoga ISIS sem hafði nokkrum dögum áður hjálpað erlendum ISIS-liðum að sleppa úr fangelsi í Raqqa. Árásum ISIS-liða hefur fjölgað að undanförnu og á það bæði við í Írak og í Sýrlandi en þeim hefur fjölgað sérstaklega mikið í Sýrlandi. Bandaríkjamenn sögðu nýverið að haldi þróunin áfram út þetta ár, sé útlit fyrir að fjöldi árása ISIS-liða verði tvöfalt fleiri á þessu ári en þær voru í fyrra. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu kom fram að eitt af helstu markmiðum leiðtoga ISIS væri að frelsa vígamenn samtakanna og hjálpa þannig við upprisu ISIS. Um níu þúsund erlendir vígamenn ISIS eru enn í haldi SDF en Bandaríkjamenn áætla að um 2.500 vígamenn séu enn virkir í Írak og Sýrlandi. CENTCOM Forces Partner with Syrian Democratic Forces to Capture ISIS Leader and Assist in Operation to Recapture Escaped ISIS FightersU.S. Central Command (CENTCOM) forces, partnered with Syrian Democratic Forces (SDF), captured an ISIS leader, who was assessed as helping ISIS… pic.twitter.com/Pdd2MzXI9Q— U.S. Central Command (@CENTCOM) September 2, 2024 NYT hefur eftir sérfræðingi að yfirvöldum í Írak hafi tekist nokkuð vel á undanförnum árum að halda aftur af ISIS-liðum en það sama eigi ekki við í Sýrlandi. Ráðamenn í Írak telja ISIS ekki lengur hafa getu til að ógna ríkinu. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði á fundi með æðsta yfirmanni herafla Bandaríkjanna í landinu um helgina að um væri að ræða smáa og einangraða hópa sem væru í felum á strjálbýlum svæðum. Sudani er undir miklum þrýstingi frá bandamönnum sínum í Íran vopnuðum sveitum innan Írak sem tengjast Íran um að draga úr viðveru Bandaríkjamanna í ríkinu. Þessir hópar hafa tekið þátt í árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Viðræður um veru bandarískra hermanna í Írak standa nú yfir. Írak Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Sýrland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Í heildina komu rúmlega tvö hundruð hermenn frá báðum ríkjum að aðgerðunum og var markmiðið að grafa undan getu ISIS-liða til að gera árásir í Írak og víðar auk þess sem reynt var að góma háttsettan leiðtoga samtakanna sem talinn er vera á svæðinu. Sá er sagður stýra aðgerðum ISIS í Mið-Austurlöndum og Evrópu. Sjö bandarískir hermenn særðust, samkvæmt frétt New York Times, en heimildarmenn miðilsins vildu ekki nafngreina áðurnefndan leiðtoga sem reynt var að góma á meðan verið er að greina lífsýni úr þeim vígamönnum sem felldir voru. Í dag eru um 2.500 hermenn í Írak og um 900 í Sýrlandi, þar sem þeir starfa náið með sýrlenskum Kúrdum í SDF. Þann 1. september gómuðu Bandaríkjamenn og SDF háttsettan leiðtoga ISIS sem hafði nokkrum dögum áður hjálpað erlendum ISIS-liðum að sleppa úr fangelsi í Raqqa. Árásum ISIS-liða hefur fjölgað að undanförnu og á það bæði við í Írak og í Sýrlandi en þeim hefur fjölgað sérstaklega mikið í Sýrlandi. Bandaríkjamenn sögðu nýverið að haldi þróunin áfram út þetta ár, sé útlit fyrir að fjöldi árása ISIS-liða verði tvöfalt fleiri á þessu ári en þær voru í fyrra. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu kom fram að eitt af helstu markmiðum leiðtoga ISIS væri að frelsa vígamenn samtakanna og hjálpa þannig við upprisu ISIS. Um níu þúsund erlendir vígamenn ISIS eru enn í haldi SDF en Bandaríkjamenn áætla að um 2.500 vígamenn séu enn virkir í Írak og Sýrlandi. CENTCOM Forces Partner with Syrian Democratic Forces to Capture ISIS Leader and Assist in Operation to Recapture Escaped ISIS FightersU.S. Central Command (CENTCOM) forces, partnered with Syrian Democratic Forces (SDF), captured an ISIS leader, who was assessed as helping ISIS… pic.twitter.com/Pdd2MzXI9Q— U.S. Central Command (@CENTCOM) September 2, 2024 NYT hefur eftir sérfræðingi að yfirvöldum í Írak hafi tekist nokkuð vel á undanförnum árum að halda aftur af ISIS-liðum en það sama eigi ekki við í Sýrlandi. Ráðamenn í Írak telja ISIS ekki lengur hafa getu til að ógna ríkinu. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði á fundi með æðsta yfirmanni herafla Bandaríkjanna í landinu um helgina að um væri að ræða smáa og einangraða hópa sem væru í felum á strjálbýlum svæðum. Sudani er undir miklum þrýstingi frá bandamönnum sínum í Íran vopnuðum sveitum innan Írak sem tengjast Íran um að draga úr viðveru Bandaríkjamanna í ríkinu. Þessir hópar hafa tekið þátt í árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Viðræður um veru bandarískra hermanna í Írak standa nú yfir.
Írak Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Sýrland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira