Allir sammála um óbreytta vexti Árni Sæberg skrifar 4. september 2024 16:43 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Allir meðlimir peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands voru sammála seðlabankastjóra um að halda vöxtum óbreyttum, þegar þeir höfðu þegar staðið í 9,25 prósentum í heilt ár. Talsverða athygli vakti þann 21. ágúst síðastliðinn þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti að stýrivextir yrðu óbreyttir í sex vikur til viðbótar hið minnsta. Fjöldi sérfræðinga hafði spáð því að vextir yrðu lækkaðir á fyrsta fundi peningastefnunefndar eftir sumarfrí en þegar verðbólgutölur fyrir júlímánuð voru birtar varð úti um vonir flestra. Þó voru margir, sér í lagi verkalýðsforkólfar, sem lýstu yfir megnri óánægju sinni með ákvörðun peningastefnunefndar. Verðhækkanir á breiðum grunni Í fundargerð fyrir síðasta fund peningastefnunefndar segir að nefndarmenn hafi rætt verðbólguþróun og að verðbólga hefði aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig aukist á milli funda og væri enn mikil auk þess sem verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vægi enn þungt. Rætt hafi verið um að verðbólguvæntingar hefðu einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Spenna þrátt fyrir taumhald Nefndin hafi fjallað um að hægt hefði á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna væri þó enn til staðar í þjóðarbúinu og byggt á nýjustu gögnum hefði lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar. Nefndin hafi því talið að horfur væru á að það gæti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum. Verðbólga væri áfram þrálát og verðbólguvæntingar hefðu lítið breyst. Þótt hægt hefði á umsvifum í þjóðarbúskapnum frá því í fyrra væri staðan að mörgu leyti svipuð og hún var á maífundinum. Fáar vísbendingar um kólnun Nefndin hafi talið að innlend eftirspurn væri enn nokkuð sterk og fáar vísbendingar væru um að efnahagslífið hefði kólnað frá síðasta fundi nefndarinnar, hvort sem litið væri til vinnu- eða húsnæðismarkaðar. Þá virtust launahækkanir undanfarna mánuði og aðgerðir í ríkisfjármálum í tengslum við kjarasamninga hafa stutt við eftirspurn. Launahækkanir endurspegluðust einnig að hluta til í miklum vexti innlána heimila í takt við hækkun vaxta. Sparnaðarstig heimila væri enn tiltölulega hátt og jákvætt væri að sjá hversu vel miðlunin hefði gengið í gegnum þennan farveg undanfarin misseri þótt mikill sparnaður gæti hugsanlega ýtt undir eftirspurn horft fram á veginn. Þá væri einnig ljóst að uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík hefðu haft hvetjandi áhrif á fasteignamarkaðinn en að mati nefndarinnar væru þau áhrif tímabundin. Hins vegar þótt litið væri fram hjá áhrifum vegna flutninga Grindvíkinga virtust umsvif á húsnæðismarkaði vera nokkuð sterk. Gætu þurft að hafa taumhaldið þétt lengi Fram hafi komið í umræðunni að í ljósi kröftugra efnahagsumsvifa og hversu þrálát verðbólga væri gæti verið þörf á því að hafa taumhald peningastefnunnar þétt í lengri tíma en ella enda tæki nokkurn tíma fyrir aðhald peningastefnunnar að hafa tilætluð áhrif. Það ætti sérstaklega við þegar verðbólga hefði verið lengi yfir markmiði og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hefði veikst. Einnig væri vandasamt að hægja á eftirspurn í ljósi viðvarandi hækkana launa og aukinna tilfærslna frá hinu opinbera. Bent hafi verið á að hugsanlega væri erfitt að ná verðbólgu niður í markmið innan ásættanlegs tíma nema hægja verulega á efnahagsumsvifum. Nefndin hafi því talið að í ljósi þess að enn væru hvorki komnar fram nægjanlega skýrar vísbendingar um að verðbólguþrýstingur væri að minnka né að verðbólguvæntingar færu lækkandi þyrfti taumhald peningastefnunnar áfram að haldast þétt. Þótt vaxtahækkanir bankans hefðu skilað árangri í að draga úr spennu og stuðla að hjöðnun verðbólgu væri þróunin hægari en reiknað var með. Aðhaldsstigið hæfilegt Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 9,25 prósent, innlánsvextir (vextir á viðskiptareikningum) 9 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 10 prósent og daglánavextir 11 prósent. Allir nefndarmenn hafi samþykkt tillöguna. Nefndin hafi talið að núverandi aðhaldsstig væri hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kallaði á varkárni. Mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Talsverða athygli vakti þann 21. ágúst síðastliðinn þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti að stýrivextir yrðu óbreyttir í sex vikur til viðbótar hið minnsta. Fjöldi sérfræðinga hafði spáð því að vextir yrðu lækkaðir á fyrsta fundi peningastefnunefndar eftir sumarfrí en þegar verðbólgutölur fyrir júlímánuð voru birtar varð úti um vonir flestra. Þó voru margir, sér í lagi verkalýðsforkólfar, sem lýstu yfir megnri óánægju sinni með ákvörðun peningastefnunefndar. Verðhækkanir á breiðum grunni Í fundargerð fyrir síðasta fund peningastefnunefndar segir að nefndarmenn hafi rætt verðbólguþróun og að verðbólga hefði aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig aukist á milli funda og væri enn mikil auk þess sem verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vægi enn þungt. Rætt hafi verið um að verðbólguvæntingar hefðu einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Spenna þrátt fyrir taumhald Nefndin hafi fjallað um að hægt hefði á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna væri þó enn til staðar í þjóðarbúinu og byggt á nýjustu gögnum hefði lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar. Nefndin hafi því talið að horfur væru á að það gæti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum. Verðbólga væri áfram þrálát og verðbólguvæntingar hefðu lítið breyst. Þótt hægt hefði á umsvifum í þjóðarbúskapnum frá því í fyrra væri staðan að mörgu leyti svipuð og hún var á maífundinum. Fáar vísbendingar um kólnun Nefndin hafi talið að innlend eftirspurn væri enn nokkuð sterk og fáar vísbendingar væru um að efnahagslífið hefði kólnað frá síðasta fundi nefndarinnar, hvort sem litið væri til vinnu- eða húsnæðismarkaðar. Þá virtust launahækkanir undanfarna mánuði og aðgerðir í ríkisfjármálum í tengslum við kjarasamninga hafa stutt við eftirspurn. Launahækkanir endurspegluðust einnig að hluta til í miklum vexti innlána heimila í takt við hækkun vaxta. Sparnaðarstig heimila væri enn tiltölulega hátt og jákvætt væri að sjá hversu vel miðlunin hefði gengið í gegnum þennan farveg undanfarin misseri þótt mikill sparnaður gæti hugsanlega ýtt undir eftirspurn horft fram á veginn. Þá væri einnig ljóst að uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík hefðu haft hvetjandi áhrif á fasteignamarkaðinn en að mati nefndarinnar væru þau áhrif tímabundin. Hins vegar þótt litið væri fram hjá áhrifum vegna flutninga Grindvíkinga virtust umsvif á húsnæðismarkaði vera nokkuð sterk. Gætu þurft að hafa taumhaldið þétt lengi Fram hafi komið í umræðunni að í ljósi kröftugra efnahagsumsvifa og hversu þrálát verðbólga væri gæti verið þörf á því að hafa taumhald peningastefnunnar þétt í lengri tíma en ella enda tæki nokkurn tíma fyrir aðhald peningastefnunnar að hafa tilætluð áhrif. Það ætti sérstaklega við þegar verðbólga hefði verið lengi yfir markmiði og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hefði veikst. Einnig væri vandasamt að hægja á eftirspurn í ljósi viðvarandi hækkana launa og aukinna tilfærslna frá hinu opinbera. Bent hafi verið á að hugsanlega væri erfitt að ná verðbólgu niður í markmið innan ásættanlegs tíma nema hægja verulega á efnahagsumsvifum. Nefndin hafi því talið að í ljósi þess að enn væru hvorki komnar fram nægjanlega skýrar vísbendingar um að verðbólguþrýstingur væri að minnka né að verðbólguvæntingar færu lækkandi þyrfti taumhald peningastefnunnar áfram að haldast þétt. Þótt vaxtahækkanir bankans hefðu skilað árangri í að draga úr spennu og stuðla að hjöðnun verðbólgu væri þróunin hægari en reiknað var með. Aðhaldsstigið hæfilegt Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 9,25 prósent, innlánsvextir (vextir á viðskiptareikningum) 9 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 10 prósent og daglánavextir 11 prósent. Allir nefndarmenn hafi samþykkt tillöguna. Nefndin hafi talið að núverandi aðhaldsstig væri hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kallaði á varkárni. Mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira