Vildu lyfjaprófa leikmenn sem létust fyrir löngu síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 22:21 Erling Haaland var einn af þeim sem var tekinn í lyfjapróf en honum vantar tvö mörk til að jafna markamet norska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Norska lyfjaeftirlitið er ekki að koma vel út eftir að fulltrúar þess mættu til að lyfjaprófa leikmenn í norska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar. Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira