Undrast klappstýrur nasista í umræðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2024 00:04 Sigmundur Davíð fann sig knúinn til að minna fólk á stjórn nasista hafi verið það hrikalegasta sem gerst hafi í sögu vestrænnar siðmenningar. Algrími Sigmundar á X-inu er greinilega orðið mjög súrt miðað við þessar áhyggjur hans. Vísir/Arnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar. Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira