Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2024 21:21 Frá smíði þotunnar í verksmiðju Airbus í Hamborg. Hún er af gerðinni A321neo. Airbus/Icelandair Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr samsetningarverksmiðju Airbus í Hamborg. Þar er búið að mála merki Icelandair á fyrstu þotuna, sem er af gerðinni A321neo. Bjarni Jónsson stýrir innleiðingu Airbus-vélanna í flota Icelandair.Arnar Halldórsson „Hún er í málningu núna og klárum það á mánudaginn. Næsta verk er að koma undir hana hreyfla og klára farþegarýmið. Svo verður hún í raun bara tilbúin í flugprófanir hjá Airbus,“ segir Bjarni Jónsson, verkefnisstjóri hjá Icelandair, sem stýrir innleiðingu Airbus-vélanna hjá flugfélaginu. Merki Icelandair er komið á stélið.Airbus/Icelandair Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu í dag kynningu frá Bjarna í Café Atlanta í Kópavogi á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. „Þannig að við verðum með mannskap kláran,“ segir Bjarni. Þetta er fyrsta Airbus-þotan sem smíðuð er fyrir Icelandair.Airbus/Icelandair 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Von er á þeirri fyrstu í nóvember og það er ekki bara ein á leiðinni heldur fjórar. Tvær koma fyrir áramót og aðrar tvær eftir áramót og verða allar komnar í rekstur fyrir næsta sumar. Málun flugvélarinnar lýkur á mánudag.Airbus/Icelandair Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Bjarni segir eftirvæntingu meðal starfsfólks Icelandair að fá Airbus. „Það sést kannski bara best á því að mikið af flugmönnum vildu skipta. Þannig að þetta er eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Bjarni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. 10. október 2023 20:40 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr samsetningarverksmiðju Airbus í Hamborg. Þar er búið að mála merki Icelandair á fyrstu þotuna, sem er af gerðinni A321neo. Bjarni Jónsson stýrir innleiðingu Airbus-vélanna í flota Icelandair.Arnar Halldórsson „Hún er í málningu núna og klárum það á mánudaginn. Næsta verk er að koma undir hana hreyfla og klára farþegarýmið. Svo verður hún í raun bara tilbúin í flugprófanir hjá Airbus,“ segir Bjarni Jónsson, verkefnisstjóri hjá Icelandair, sem stýrir innleiðingu Airbus-vélanna hjá flugfélaginu. Merki Icelandair er komið á stélið.Airbus/Icelandair Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu í dag kynningu frá Bjarna í Café Atlanta í Kópavogi á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. „Þannig að við verðum með mannskap kláran,“ segir Bjarni. Þetta er fyrsta Airbus-þotan sem smíðuð er fyrir Icelandair.Airbus/Icelandair 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Von er á þeirri fyrstu í nóvember og það er ekki bara ein á leiðinni heldur fjórar. Tvær koma fyrir áramót og aðrar tvær eftir áramót og verða allar komnar í rekstur fyrir næsta sumar. Málun flugvélarinnar lýkur á mánudag.Airbus/Icelandair Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Bjarni segir eftirvæntingu meðal starfsfólks Icelandair að fá Airbus. „Það sést kannski bara best á því að mikið af flugmönnum vildu skipta. Þannig að þetta er eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Bjarni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. 10. október 2023 20:40 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. 10. október 2023 20:40
Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20