Hákon dró sig út úr íslenska landsliðshópnum í gær og verður því ekki með íslenska landsliðinu í tveimur fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar. Hákon mun líka missa af leikjunum í október og nóvember.
Samkvæmt frétt hjá stórblaðinu L’Équipe þá er Hákon Arnar með brotið bein í fæti. Lille verður því án hans næstu þrjá mánuði.
Hákon hefur ekki aðeins verið að spila vel fyrir íslenska landsliðið heldur einnig fyrir Lille sem spilar í Meistaradeildinni í vetur.