Íbúðin er vel skipulögð og hver fermeter er vel nýttur.
Heimilið er innréttað á hlýlegan máta þar sem litagleði, náttúrulegur efniviður og grænar plöntur eru í forgrunni. Bleikur litur á veggjum í bland við fagra innanstokksmuni ljá eigninni mikinn karakter og tóna vel við gólfefnið.
Eldhúsið er búið dökkgrárri innréttingu með góðu vinnuplássi og viðarplötu á borðum.
Í íbúðinni er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð fyrir eignina er 54,9 milljónir.
Nánari upplýsingar um eignina á fasteignavef Vísis.



