Stefnumótun í málefnum innflytjenda: Samfélag okkar allra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 6. september 2024 13:01 Innflytjendur og allt sem snertir málaflokkinn skipta samfélagið okkar gífurlegu máli. Stéttaskipting og ójöfnuður eykst stöðugt um allan heim og það þarf ekki að koma neinum á óvart að þar hallar í langflestum tilvikum á innflytjendur, líka á Íslandi. Ég legg ríka áherslu á að við vinnum gegn þessum samfélagsmeinum, ekki síst þegar kemur að börnunum okkar. Þar sitja ekki öll við sama borð. Börn innflytjenda hafa ekki öll sömu tækifæri og börn innfæddra. Það er staða sem við verðum að breyta. Úttekt OECD Yfirgripsmikil og vönduð úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um innflytjendur á Íslandi var kynnt í vikunni. Sem ráðherra innflytjenda taldi ég mikilvægt að fá stofnunina til að framkvæma heildrænt stöðumat, en þetta hefur aldrei verið gert áður hér á landi. Samstarfið við OECD hefur verið mikilvægur hluti af vinnu ráðuneytis míns við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda sem ég setti af stað fyrr á kjörtímabilinu. Íslenskan ryður burt hindrunum OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Stór hluti þeirra ætlar sér að vera á Íslandi til frambúðar og atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög há í alþjóðlegum samanburði, en færni þeirra nýtist ekki nógu vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Í úttektinni er bent á að íslenska sé lykilatriði til að skapa fólki tækifæri og gera því kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Íslenskukunnátta getur brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu er raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum. Á sama tíma eru útgjöld til tungumálakennslu fyrir fullorðna sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Hér þurfum við að gera betur. Aðgerðir sem skila árangri Þegar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða og mikil vinna að baki sem tengist innflytjendum á Íslandi og mótun fyrstu heildstæðu stefnunnar í málaflokknum. Menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024–2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur m.a. aðgerðir sem snúa að íslenskukennslu fyrir innflytjendur og ráðuneyti mitt ber ábyrgð á. Farið var í samstarf um þróun smáforritsins Bara tala sem stórbætir aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu starfstengdu íslenskunámi með áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þá er RÚV Orð nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis RÚV. Auknu fjármagni hefur verið veitt til Þróunarsjóðs innflytjendamála og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þróunarverkefninu Menntun, móttaka, menning (MEMM) um þjónustu vegna barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er ætlað að þróa og tryggja skólum öflug námsgögn, verkfæri og ráðgjöf. Auk þess hefur fjármagn verið tryggt í fjármálaáætlun til málefna innflytjenda og fer það m.a. í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi, bæði fyrir börn í skólum og fullorðna. Samfélag okkar allra Í haust mun ég leggja fram á Alþingi þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda til næstu 15 ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára með margvíslegum aðgerðum sem mæta mörgum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í málaflokknum. Mikil vinna hefur verið lögð í stefnumótunina og samráðsfundir verið haldnir víða um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda. Málefni innflytjenda eru málefni okkar allra og það er á okkar ábyrgð okkar allra, en ekki síst stjórnvalda, að búa til eitt, samheldið samfélag. Við getum nú, í fyrsta sinn, stuðst við yfirgripsmiklar og traustar leiðbeiningar um skrefin sem skal taka. Og þau eru öll í rétta átt. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Vinstri græn Íslensk tunga Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Innflytjendur og allt sem snertir málaflokkinn skipta samfélagið okkar gífurlegu máli. Stéttaskipting og ójöfnuður eykst stöðugt um allan heim og það þarf ekki að koma neinum á óvart að þar hallar í langflestum tilvikum á innflytjendur, líka á Íslandi. Ég legg ríka áherslu á að við vinnum gegn þessum samfélagsmeinum, ekki síst þegar kemur að börnunum okkar. Þar sitja ekki öll við sama borð. Börn innflytjenda hafa ekki öll sömu tækifæri og börn innfæddra. Það er staða sem við verðum að breyta. Úttekt OECD Yfirgripsmikil og vönduð úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um innflytjendur á Íslandi var kynnt í vikunni. Sem ráðherra innflytjenda taldi ég mikilvægt að fá stofnunina til að framkvæma heildrænt stöðumat, en þetta hefur aldrei verið gert áður hér á landi. Samstarfið við OECD hefur verið mikilvægur hluti af vinnu ráðuneytis míns við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda sem ég setti af stað fyrr á kjörtímabilinu. Íslenskan ryður burt hindrunum OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Stór hluti þeirra ætlar sér að vera á Íslandi til frambúðar og atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög há í alþjóðlegum samanburði, en færni þeirra nýtist ekki nógu vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Í úttektinni er bent á að íslenska sé lykilatriði til að skapa fólki tækifæri og gera því kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Íslenskukunnátta getur brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu er raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum. Á sama tíma eru útgjöld til tungumálakennslu fyrir fullorðna sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Hér þurfum við að gera betur. Aðgerðir sem skila árangri Þegar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða og mikil vinna að baki sem tengist innflytjendum á Íslandi og mótun fyrstu heildstæðu stefnunnar í málaflokknum. Menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024–2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur m.a. aðgerðir sem snúa að íslenskukennslu fyrir innflytjendur og ráðuneyti mitt ber ábyrgð á. Farið var í samstarf um þróun smáforritsins Bara tala sem stórbætir aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu starfstengdu íslenskunámi með áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þá er RÚV Orð nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis RÚV. Auknu fjármagni hefur verið veitt til Þróunarsjóðs innflytjendamála og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þróunarverkefninu Menntun, móttaka, menning (MEMM) um þjónustu vegna barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er ætlað að þróa og tryggja skólum öflug námsgögn, verkfæri og ráðgjöf. Auk þess hefur fjármagn verið tryggt í fjármálaáætlun til málefna innflytjenda og fer það m.a. í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi, bæði fyrir börn í skólum og fullorðna. Samfélag okkar allra Í haust mun ég leggja fram á Alþingi þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda til næstu 15 ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára með margvíslegum aðgerðum sem mæta mörgum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í málaflokknum. Mikil vinna hefur verið lögð í stefnumótunina og samráðsfundir verið haldnir víða um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda. Málefni innflytjenda eru málefni okkar allra og það er á okkar ábyrgð okkar allra, en ekki síst stjórnvalda, að búa til eitt, samheldið samfélag. Við getum nú, í fyrsta sinn, stuðst við yfirgripsmiklar og traustar leiðbeiningar um skrefin sem skal taka. Og þau eru öll í rétta átt. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun