Forráðamönnum í Fossvogsskóla barst póstur um manninn eftir hádegið í dag.
„Við höfum fengið ábendingar um að í dalnum okkar sé maður sem hafi verið að elta börn eftir skólatíma. Hann hafi verið við bláa hoppubelginn, við skólann og við Víkina. Lýsingin sem við höfum fengið er að hann sé snoðklipptur, reyki og tali ekki íslensku. Hann er oft á hlaupahjóli sem er gult og svart,“ segir í póstinum.
Búið sé að upplýsa lögreglu um málið og fengist staðfesting að málið sé í ferli.
„Stafsfólk okkar er upplýst um málið og fylgist vel með á skólatíma. Mikilvægt er að vera vel vakandi og vinna saman að öryggi barnanna okkar.“
Fjallað var um það í maí að foreldrarölt hefði verið stóreflt í Hafnarfirði eftir að tilkynningar höfðu í fjórgang borist um karlmann sem hefði veist að eða ónáðað börn á svæðinu. Engar fregnir hafa borist af umræddum manni síðan.