Drap 81 dýr á þremur tímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 15:23 Lögregla fann riffla, haglabyssur og skammbyssur á vettvangi. Eftir að hafa leitað í húsbíl Vicente Arroyo fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. AP Maður sem grunaður er um að hafa drepið 81 dýr í Norður-Kaliforníu, þar á meðal smáhesta, geitur, hænur og páfagauka, segist alsaklaus. Meðal fórnarlamba hans voru smáhestarnir Lucky, Princess og Estrella auk fjölda annarra. Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent