„Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2024 08:02 Alexander pakkaði Pálma pabba sínum saman: „það verður bara að viðurkennast“. vísir / ívar Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn