Afsakar sig með því að segja Frakka vera í tilraunamennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 13:30 Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, svarar spurningum á blaðamannafundi. Getty/ Franco Arland Hvað er að gerast hjá Frökkum? Það er ekkert skrýtið að sumir spyrji eftir stórt tap í París fyrir helgi. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki áhyggjur og segist vera að prófa sig áfram með nýja leikmenn. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segist stýra franska landsliðinu öðruvísi í þessum Þjóðadeildarleikjum en ef að um leiki í undankeppni HM væri að ræða. Frakkar steinlágu 3-1 á móti Ítalíu á heimavelli á föstudaginn og mæta Belgum í kvöld. Deschamps var búinn að ákveða það að nota þessa leiki í tilraunamennsku og að hann muni ekki breyta því þrátt fyrir skellinn. „Við verðum að nota þessa sex leiki í Þjóðdeildinni í að skoða nýja leikmenn og skipta spilatímanum á milli leikmanna,“ sagði Didier Deschamps á blaðamannafundi. ESPN segir frá. „Ef að við værum að spila í undankeppni HM þá hefði ég ekki farið þessa leið. Það er á hreinu. Ég valdi þessa leið af því að ég tel að við þurfum að komast í gegnum þetta ferli og ég ætla ekki að breyta um skoðun núna,“ sagði Deschamps. Deschamps vonast eftir því að lið hans bregðist við tapinu á móti Ítölum á réttan hátt. Þeir komust yfir á móti Ítalíu eftir aðeins tuttugu sekúndur en fengu síðan á sig þrjú mörk. „Ég get ekki verið ánægður með leikinn á móti Ítalíu ekki frekar en leikmennirnir sjálfir. Á morgun [í kvöld] er annar leikur, aðrar kringumstæður og annars konar lið með sömu skyldur,“ sagði Deschamps. „Ég hef valið það að gefa sem flestum mínútur. Þrátt fyrir það þá er alltaf pressa á mönnum að spila vel,“ sagði Deschamps. Leikur Frakka og Belga er sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.35. Franski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Sjá meira
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, segist stýra franska landsliðinu öðruvísi í þessum Þjóðadeildarleikjum en ef að um leiki í undankeppni HM væri að ræða. Frakkar steinlágu 3-1 á móti Ítalíu á heimavelli á föstudaginn og mæta Belgum í kvöld. Deschamps var búinn að ákveða það að nota þessa leiki í tilraunamennsku og að hann muni ekki breyta því þrátt fyrir skellinn. „Við verðum að nota þessa sex leiki í Þjóðdeildinni í að skoða nýja leikmenn og skipta spilatímanum á milli leikmanna,“ sagði Didier Deschamps á blaðamannafundi. ESPN segir frá. „Ef að við værum að spila í undankeppni HM þá hefði ég ekki farið þessa leið. Það er á hreinu. Ég valdi þessa leið af því að ég tel að við þurfum að komast í gegnum þetta ferli og ég ætla ekki að breyta um skoðun núna,“ sagði Deschamps. Deschamps vonast eftir því að lið hans bregðist við tapinu á móti Ítölum á réttan hátt. Þeir komust yfir á móti Ítalíu eftir aðeins tuttugu sekúndur en fengu síðan á sig þrjú mörk. „Ég get ekki verið ánægður með leikinn á móti Ítalíu ekki frekar en leikmennirnir sjálfir. Á morgun [í kvöld] er annar leikur, aðrar kringumstæður og annars konar lið með sömu skyldur,“ sagði Deschamps. „Ég hef valið það að gefa sem flestum mínútur. Þrátt fyrir það þá er alltaf pressa á mönnum að spila vel,“ sagði Deschamps. Leikur Frakka og Belga er sýndur beint á Vodafone Sport í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.35.
Franski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Sjá meira