Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 08:55 Nemandi við Apalachee-framhaldsskólann faðmar prest daginn eftir skotárásina mannskæðu í síðustu viku. Vísir/EPA Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum hringdi í skólann og varaði við „bráðri neyð“ rétt fyrir árásina. Hún hvatti skólaráðgjafa til að fara og finna son hennar strax. Tveir nemendur og tveir kennarar féllu og níu særðust þegar fjórtán ára gamall piltur hóf skothríð með árásarriffli í Apalachee-framhaldsskólanum í Winder í Georgíu miðvikudaginn 4. september. Auk piltsins er faðir hans ákærður fyrir aðild að drápunum vegna þess að hann leyfði syni sínum að eiga skotvopn. Yfirvöld ræddu við feðgana um hótanir piltsins á netinu um skólaárásir í fyrra. Símtal Marcee Gray, móður piltsins, við skólaráðgjafa aðeins um þrjátíu mínútum áður en árásin hófst er nú sagt vekja upp enn frekari spurningar um hvort að hægt hefði verið að afstýra henni, að sögn Washington Post. Systir Gray deildi skilaboðum sem hún sendi henni með bandaríska blaðinu þar sem Gray sagðist hafa hringt í skólann og sagt ráðgjafanum að það væri brýn nauðsyn að finna son hennar strax. Símagögn sýni að símtalið hófst um hálftíma áður en vitni segjast hafa séð piltinn hefja skothríð. Ráðgjafinn á að hafa sagt móðurinn að pilturinn hefði talað um skólaárás þá um morguninn. Skólastjórnandi hefði farið að í skólastofu piltsins en hann hefði ekki verið þar. Skotárásin hófst aðeins nokkrum mínútum síðar. Gray staðfesti frásögn Washington Post eftir að umfjöllunin birtist fyrst. Hún vildi þó ekki segja hvað hefði orðið til þess að hún hringdi í skólann en sagðist hafa greint lögreglunni frá því. „Skólinn brást þeim, þau hefðu getað komið í veg fyrir þessi dauðsföll en þau gerðu það ekki. Mér líður innilega þannig,“ segir Rabecca Sayarath, móðir bekkjasystur piltsins sem komst lífs af. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Tveir nemendur og tveir kennarar féllu og níu særðust þegar fjórtán ára gamall piltur hóf skothríð með árásarriffli í Apalachee-framhaldsskólanum í Winder í Georgíu miðvikudaginn 4. september. Auk piltsins er faðir hans ákærður fyrir aðild að drápunum vegna þess að hann leyfði syni sínum að eiga skotvopn. Yfirvöld ræddu við feðgana um hótanir piltsins á netinu um skólaárásir í fyrra. Símtal Marcee Gray, móður piltsins, við skólaráðgjafa aðeins um þrjátíu mínútum áður en árásin hófst er nú sagt vekja upp enn frekari spurningar um hvort að hægt hefði verið að afstýra henni, að sögn Washington Post. Systir Gray deildi skilaboðum sem hún sendi henni með bandaríska blaðinu þar sem Gray sagðist hafa hringt í skólann og sagt ráðgjafanum að það væri brýn nauðsyn að finna son hennar strax. Símagögn sýni að símtalið hófst um hálftíma áður en vitni segjast hafa séð piltinn hefja skothríð. Ráðgjafinn á að hafa sagt móðurinn að pilturinn hefði talað um skólaárás þá um morguninn. Skólastjórnandi hefði farið að í skólastofu piltsins en hann hefði ekki verið þar. Skotárásin hófst aðeins nokkrum mínútum síðar. Gray staðfesti frásögn Washington Post eftir að umfjöllunin birtist fyrst. Hún vildi þó ekki segja hvað hefði orðið til þess að hún hringdi í skólann en sagðist hafa greint lögreglunni frá því. „Skólinn brást þeim, þau hefðu getað komið í veg fyrir þessi dauðsföll en þau gerðu það ekki. Mér líður innilega þannig,“ segir Rabecca Sayarath, móðir bekkjasystur piltsins sem komst lífs af.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent