Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 11:34 SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir árásirnar meðal annars hafa verið gerðar úr lofthelgi Líbanon. Ísraelar hafi skotið eldflaugum þaðan. EPA/ABIR SULTAN Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmiklar árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi. Minnst fjórtán eru sagðir liggja í valnum en árásirnar eru sagðar hafa beinst að mörgum hernaðarlegum skotmörkum í landinu. Ráðamenn í Sýrlandi segja þó að óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur fordæmt árásirnar og ríkismiðill landsins segir 43 særða eftir árásirnar. Ísraelar hafa neitað að tjá sig um árásirnar, eins og þeir gera alltaf varðandi loftárásir þeirra í Sýrlandi. Ísraelski herinn hefur á undanförnum árum ítrekað gert loftárásir í Sýrlandi en þeir beinast iðulega að írönskum hermönnum þar í landi og vopnasendingum frá Íran til hópa eins og Hezbolla í Líbanon. Á undanförnum mánuðum hefur þessum árásum fjölgað og hafa Ísraelar meðal annars fellt íranskan herforingja úr byltingarverði Írans í árás á ræðismannsskrifstofu ríkisins í Damaskus. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Margar þessara árása hafa verið gerðar ærri Masyaf en Íranar og vígahópar sem þeir styðja eru taldir vera umsvifamiklir í héraðinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í morgun fyrir að Íranar hefðu fallið í árásum Ísraela. Syrian Observatory for Humman Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, segja að minnsta kosti 25 hafi fallið í árásunum. Þar af séu fimm óbreyttir borgarar, fjórir hermenn, starfsmenn leyniþjónusta og meðlimir vígahópa sem studdir eru af Íran. Heimildarmenn Reuters segja að Ísraelar hafi meðal annars gert árás á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem Íranar hafa framleitt eldflaugar, samkvæmt yfirvöldum í Ísrael. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir segja einnig að efnavopn, eins og saríngas, hafi verið framleidd í rannsóknarstöðinni. Talið er að þar hafi teymi íranskra sérfræðinga haldið til og að þeir hafi aðstoðað við vopnaframleiðsluna. Ísrael Sýrland Íran Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur fordæmt árásirnar og ríkismiðill landsins segir 43 særða eftir árásirnar. Ísraelar hafa neitað að tjá sig um árásirnar, eins og þeir gera alltaf varðandi loftárásir þeirra í Sýrlandi. Ísraelski herinn hefur á undanförnum árum ítrekað gert loftárásir í Sýrlandi en þeir beinast iðulega að írönskum hermönnum þar í landi og vopnasendingum frá Íran til hópa eins og Hezbolla í Líbanon. Á undanförnum mánuðum hefur þessum árásum fjölgað og hafa Ísraelar meðal annars fellt íranskan herforingja úr byltingarverði Írans í árás á ræðismannsskrifstofu ríkisins í Damaskus. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Margar þessara árása hafa verið gerðar ærri Masyaf en Íranar og vígahópar sem þeir styðja eru taldir vera umsvifamiklir í héraðinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í morgun fyrir að Íranar hefðu fallið í árásum Ísraela. Syrian Observatory for Humman Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, segja að minnsta kosti 25 hafi fallið í árásunum. Þar af séu fimm óbreyttir borgarar, fjórir hermenn, starfsmenn leyniþjónusta og meðlimir vígahópa sem studdir eru af Íran. Heimildarmenn Reuters segja að Ísraelar hafi meðal annars gert árás á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem Íranar hafa framleitt eldflaugar, samkvæmt yfirvöldum í Ísrael. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir segja einnig að efnavopn, eins og saríngas, hafi verið framleidd í rannsóknarstöðinni. Talið er að þar hafi teymi íranskra sérfræðinga haldið til og að þeir hafi aðstoðað við vopnaframleiðsluna.
Ísrael Sýrland Íran Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20