Rýnt í kannanirnar: Hnífjafnt hjá Harris og Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 15:17 Kamala Harris og Donald Trump fara hnífjöfn inn í fyrstu kappræður þeirra annað kvöld. AP Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst. Ef marka má skoðanakannanir vestanhafs eru þó Harris og Trump mjög jöfn þegar kemur að kjósendum á landsvísu. Starfsmenn tölfræðimiðilsins Fivethirtyeight halda utan um kerfi þar sem sýnt er meðaltal skoðanakannana í Bandaríkjunum. Þar er Harris með 2,8 prósentustiga forskot á Trump. Harris er með 47,1 prósent og Trump með 44,3 prósent. Svipaða sögu er að segja af nýrri könnun New York Times. Sú könnun var gerð á landsvísu og í aðdraganda þess að Harris og Trump mætast í kappræðum annað kvöld. Könnunin var gerð af New York Times og Siena skólanum en samkvæmt henni mælist Trump með 48 prósenta fylgi á landsvísu og Harris með 47 prósent. Skekkjumörkin eru þó þrjú prósentustig. Þá eru niðurstöður könnunarinnar mjög líkar niðurstöðum könnunar sem gerð var í lok júlí, skömmu eftir að Biden steig til hliðar. Vegna þess hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram, segir fylgi á landsvísu oft einungis hálfa söguna. Fimm forsetar með færri atkvæði Forsetakosningar í Bandaríkjunum fylgja svokölluðu kjörmannakerfi, þar sem forsetaframbjóðandi fær úthlutaða ákveðinn fjölda kjörmanna fyrir hvert ríki þar sem hann sigrar í kosningunum, í mjög einföldu máli sagt. Í rauninni velja kjósendur sér kjörmenn og er þeirra hlutverk að kjósa forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Hvert ríki fær eins marga kjörmenn og það hefur þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar að auki tvo kjörmenn fyrir öldungadeildarþingmenn. Hvert ríki fær tvo öldungadeildarþingmenn, sama hversu margir íbúar eru þar. Í heildina eru kjörmenn 538 talsins en sjá má hversu margir þeir eru í hverju ríki fyrir sig hér. Í sögu Bandaríkjanna hafa forsetakosningar fimm sinnum farið á þann veg að frambjóðandi sem fékk færri atkvæði á landsvísu vann og settist að í Hvíta húsinu. Þetta var árið 2016, þegar Trump varð forseti, Árið 2000, þegar George Bush yngri varð forseti, og þrisvar sinnum á nítjándu öld. Það hefur einnig gerst tvisvar sinnum að hvorugur forsetaframbjóðanda fékk meirihluta kjörmanna og fellur það þá í skaut fulltrúadeildarinnar að velja forseta. Fyrst gerðist það árið 1800, þegar þingið valdi Thomas Jefferson og svo árið 1824, þegar þingið valdi John Quincy Adams. Sjö ríki sem skipta mestu máli Vegna þessa kjörmannakerfis og þess að kjósendur flestra ríkja Bandaríkjanna virðast sjaldan breyta af vananum varðandi frambjóðendur hvaða flokka þeir kjósa, eru það oftar en ekki einungis nokkur ríki af fimmtíu sem skipta í raun máli. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Talnasérfræðingar Washington vakta þessi ríki sérstaklega og halda úti meðaltali kannana þar. Það meðaltal gefur til kynna að Harris og Trump séu hnífjöfn. Í Arizona eru Trump einu prósentustigi yfir Harris, þó hún hafi sótt á um 4,2 prósentustig eftir að hún tók við keflinu af Biden. Í Georgíu mælist Trump með tveggja prósentustiga forskot en Harris hefur sótt á þar um 4,5 prósentustig. Í Michigan er Harris með eins prósentustigs forskot en hún hefur hækkað um 4,6 prósentustig þar, samanborið við Biden. Kannanir gefa til kynna að þau Harris og Trump séu hnífjöfn í Nevada. Þar hefur Harris bætt við sig sléttum fimm prósentustigum. Í Norður-Karólínu mælist Trump með tæplega eins prósentustigs forskot. Harris hefur bætt við sig 4,2 prósentustigum frá því Biden steig til hliðar. Í Pennsylvaníu mælist Harris með tveggja prósentustiga forskot, eftir að hafa bætt við sig 3,4 prósentustigum. Í Wisconsin er Harris með þriggja prósentustiga forskot en þar hefur hún bætt við sig 3,5 prósentustigum. Vert er að taka fram að skekkjumörkin eru talin 3,5 prósentustig og eru kannanir í öllum ríkjunum sjö því innan þeirra skekkjumarka. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 24. sept Sveifluríkin Úrslit 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Ef marka má skoðanakannanir vestanhafs eru þó Harris og Trump mjög jöfn þegar kemur að kjósendum á landsvísu. Starfsmenn tölfræðimiðilsins Fivethirtyeight halda utan um kerfi þar sem sýnt er meðaltal skoðanakannana í Bandaríkjunum. Þar er Harris með 2,8 prósentustiga forskot á Trump. Harris er með 47,1 prósent og Trump með 44,3 prósent. Svipaða sögu er að segja af nýrri könnun New York Times. Sú könnun var gerð á landsvísu og í aðdraganda þess að Harris og Trump mætast í kappræðum annað kvöld. Könnunin var gerð af New York Times og Siena skólanum en samkvæmt henni mælist Trump með 48 prósenta fylgi á landsvísu og Harris með 47 prósent. Skekkjumörkin eru þó þrjú prósentustig. Þá eru niðurstöður könnunarinnar mjög líkar niðurstöðum könnunar sem gerð var í lok júlí, skömmu eftir að Biden steig til hliðar. Vegna þess hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram, segir fylgi á landsvísu oft einungis hálfa söguna. Fimm forsetar með færri atkvæði Forsetakosningar í Bandaríkjunum fylgja svokölluðu kjörmannakerfi, þar sem forsetaframbjóðandi fær úthlutaða ákveðinn fjölda kjörmanna fyrir hvert ríki þar sem hann sigrar í kosningunum, í mjög einföldu máli sagt. Í rauninni velja kjósendur sér kjörmenn og er þeirra hlutverk að kjósa forseta og varaforseta Bandaríkjanna. Hvert ríki fær eins marga kjörmenn og það hefur þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar að auki tvo kjörmenn fyrir öldungadeildarþingmenn. Hvert ríki fær tvo öldungadeildarþingmenn, sama hversu margir íbúar eru þar. Í heildina eru kjörmenn 538 talsins en sjá má hversu margir þeir eru í hverju ríki fyrir sig hér. Í sögu Bandaríkjanna hafa forsetakosningar fimm sinnum farið á þann veg að frambjóðandi sem fékk færri atkvæði á landsvísu vann og settist að í Hvíta húsinu. Þetta var árið 2016, þegar Trump varð forseti, Árið 2000, þegar George Bush yngri varð forseti, og þrisvar sinnum á nítjándu öld. Það hefur einnig gerst tvisvar sinnum að hvorugur forsetaframbjóðanda fékk meirihluta kjörmanna og fellur það þá í skaut fulltrúadeildarinnar að velja forseta. Fyrst gerðist það árið 1800, þegar þingið valdi Thomas Jefferson og svo árið 1824, þegar þingið valdi John Quincy Adams. Sjö ríki sem skipta mestu máli Vegna þessa kjörmannakerfis og þess að kjósendur flestra ríkja Bandaríkjanna virðast sjaldan breyta af vananum varðandi frambjóðendur hvaða flokka þeir kjósa, eru það oftar en ekki einungis nokkur ríki af fimmtíu sem skipta í raun máli. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Talnasérfræðingar Washington vakta þessi ríki sérstaklega og halda úti meðaltali kannana þar. Það meðaltal gefur til kynna að Harris og Trump séu hnífjöfn. Í Arizona eru Trump einu prósentustigi yfir Harris, þó hún hafi sótt á um 4,2 prósentustig eftir að hún tók við keflinu af Biden. Í Georgíu mælist Trump með tveggja prósentustiga forskot en Harris hefur sótt á þar um 4,5 prósentustig. Í Michigan er Harris með eins prósentustigs forskot en hún hefur hækkað um 4,6 prósentustig þar, samanborið við Biden. Kannanir gefa til kynna að þau Harris og Trump séu hnífjöfn í Nevada. Þar hefur Harris bætt við sig sléttum fimm prósentustigum. Í Norður-Karólínu mælist Trump með tæplega eins prósentustigs forskot. Harris hefur bætt við sig 4,2 prósentustigum frá því Biden steig til hliðar. Í Pennsylvaníu mælist Harris með tveggja prósentustiga forskot, eftir að hafa bætt við sig 3,4 prósentustigum. Í Wisconsin er Harris með þriggja prósentustiga forskot en þar hefur hún bætt við sig 3,5 prósentustigum. Vert er að taka fram að skekkjumörkin eru talin 3,5 prósentustig og eru kannanir í öllum ríkjunum sjö því innan þeirra skekkjumarka. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 24. sept Sveifluríkin Úrslit 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent