Frakkland með sannfærandi sigur á Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 20:51 Frakkar fagna. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Frakkland vann góðan 2-0 sigur á Belgíu á meðan Ítalía hefði þá átt að vinna Ísrael með meiri mun í leik sem fór fram á hlutlausum velli í Ungverjalandi. Randal Kolo Muani kom Frakklandi yfir eftir undirbúning Ousmane Dembélé þegar rétt tæpur hálftími var liðinn. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en það var hins vegar hart barist og fóru fjögur gul spjöld á loft. Dembélé sjálfur tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu eftir að hinn síduglegi N‘Golo Kanté stakk boltanum inn á vængmanninn sem skoraði með frábæru skoti. Mbappe enjoyed that Ousmane Dembele screamer 🤝💥 pic.twitter.com/gI4WJbdTB0— LiveScore (@livescore) September 9, 2024 Mörkin urðu ekki fleiri og Frakkland vann góðan 2-0 sigur eftir óvænt tap gegn Ítalíu í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Ísrael tók á móti heitu liði Ítalíu í Ungverjalandi. Þar var Ítalía 1-0 yfir í hálfleik þökk sé sjóðandi heitum Davide Frattesi og Federico Dimarco, sá fyrrnefndi með markið og sá síðarnefndi með stoðsendinguna. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir.EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT Eftir rúma klukkustund bætti Moise Kean við öðru marki Ítalíu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að skot Giacomo Raspadori var varið. Var þetta fyrsta landsliðsmark Kean síðan árið 2021. Sandro Tonali hélt svo að hann hefði bætt við þriðja marki Ítalíu á 76. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mohammed Abu Fani minnkaði muninn fyrir Ísrael undir lok leiks og þar við sat, 2-1 sigur Ítalíu staðreynd. Staðan í riðli 2 í A-deild er því þannig að Ítalía er með sex stig, Frakkland og Belgía eru með þrjú stig á meðan Ísrael er án stiga. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
Randal Kolo Muani kom Frakklandi yfir eftir undirbúning Ousmane Dembélé þegar rétt tæpur hálftími var liðinn. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en það var hins vegar hart barist og fóru fjögur gul spjöld á loft. Dembélé sjálfur tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu eftir að hinn síduglegi N‘Golo Kanté stakk boltanum inn á vængmanninn sem skoraði með frábæru skoti. Mbappe enjoyed that Ousmane Dembele screamer 🤝💥 pic.twitter.com/gI4WJbdTB0— LiveScore (@livescore) September 9, 2024 Mörkin urðu ekki fleiri og Frakkland vann góðan 2-0 sigur eftir óvænt tap gegn Ítalíu í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Ísrael tók á móti heitu liði Ítalíu í Ungverjalandi. Þar var Ítalía 1-0 yfir í hálfleik þökk sé sjóðandi heitum Davide Frattesi og Federico Dimarco, sá fyrrnefndi með markið og sá síðarnefndi með stoðsendinguna. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir.EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT Eftir rúma klukkustund bætti Moise Kean við öðru marki Ítalíu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að skot Giacomo Raspadori var varið. Var þetta fyrsta landsliðsmark Kean síðan árið 2021. Sandro Tonali hélt svo að hann hefði bætt við þriðja marki Ítalíu á 76. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mohammed Abu Fani minnkaði muninn fyrir Ísrael undir lok leiks og þar við sat, 2-1 sigur Ítalíu staðreynd. Staðan í riðli 2 í A-deild er því þannig að Ítalía er með sex stig, Frakkland og Belgía eru með þrjú stig á meðan Ísrael er án stiga.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira