„Nú er hann bara Bobby“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 11:03 Endrick fagnar sínu fyrsta marki fyrir Real Madrid. Hann er kallaður Bobby meðal liðsfélaga sinna. Getty/Angel Martinez Brasilíski táningurinn Endrick hjá Real Madrid getur gleymt því að liðsfélagar hans hjá spænska félaginu kalli hann aftur með hans rétta nafni. Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Spænski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira